Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Greindist aftur með kórónuveiruna

Vísindamenn frá háskólanum í Hong Kong greina frá því í yfirlýsingu að maður á fertugsaldri hafi sýkst af kórónuveirunni í annað sinn. Fjórir og hálfur mánuður á leið á milli sýkinganna.

Mikilvægast að halda skólastarfi gangandi

Hátt í 47.000 grunnskólabörn hófu nýtt skólaár í morgun en við óvenjulegar aðstæður. Skólasetningin í ár litast mjög af faraldrinum sem geisar og áskorunum tengdar honum. Starfsfólk tveggja borgarrekinna grunnskóla og eins sjálfstæðs rekins grunnskóla þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví.

Staðan langverst hjá yngsta aldurshópnum

Á öðrum ársfjórðungi 2020 mældist atvinnuleysi í landinu um 6,9% en að meðaltali voru 14.300 manns atvinnulausir. Atvinnuleysi eykst um 2,5% á milli ára. Staðan er langverst hjá yngsta aldurshópnum en atvinnuleysi mældist 17,7% hjá hópnum samanborið við 10,5% á sama tímabili í fyrra.

Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar

Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur.

Hlaup ekki hafið en eldstöðin komin á tíma

Hlaup er ekki hafið í Grímsvötnum og allt er með kyrrum kjörum eins og er. GPS stöð, sem staðsett er á íshellu á Grímsvötnum, sýndi merki um hreyfingar fyrir helgi en af þeim sökum tölu náttúruvársérfræðingar að líklegt væri að hlaup væri hafið. Allt kom þó fyrir ekki.

Sjá meira