Koma mun betur undan fyrstu bylgju en kollegarnir úti í heimi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. desember 2020 15:22 Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsóknarhópnum sem hefur undanfarna mánuði aflað víðtækrar þekkingar á áhrifum króónuveirufaraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna. Vilhelm/Þorkell Þorkellsson Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 eru afar áþekkar niðurstöðum þeirra rannsókna sem þykja sambærilegar hinni íslensku sem framkvæmdar hafa verið erlendis þó að einum meginþætti undanskildum. Niðurstöður rannsóknarinnar um líðan íslensks heilbrigðisstarfsfólks stingur nefnilega í stúf við sambærilegar rannsóknir erlendis. Niðurstöður íslensku rannsóknarinnar sýna að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og jafnvel það sem stóð í framlínunni, kemur vel undan fyrstu bylgju faraldursins. Þetta sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands sem fer fyrir rannsóknarhópnum sem hefur undanfarna mánuði aflað víðtækrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna en um 23 þúsund manns tóku þátt í rannsókninni. Unnur Anna var gestur upplýsingafundar þríeykisins í dag og ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá nánar: Aukin hætta á þunglyndi og áfallastreitu „Okkar heilbrigðisstarfsfólk virðist koma vel undan þessari fyrstu bylgju. Það er kannski því að þakka hversu vel gekk að hafa stjórn á faraldrinum. Við höfum vísbendingar um hið gagnstæða frá löndum þar sem verr gekk og faraldurinn var stjórnlaus. Þær niðurstöður benda til þess að það heilbrigðisstarfsfólk, sem starfaði á þeim vettvangi, hafi ekki verið í góðu andlegu standi eftir slík átök þannig að það er mjög jákvætt að sjá það að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og meira að segja það sem vann í framlínunni, er ekki í aukinni áhættu á andlegum einkennum.“ Þegar útbreiðsla kórónuveirunnar náði hæstu hæðum í ýmsum löndum, á borð við Ítalíu í fyrstu bylgju faraldursins og Bandaríkin, mátti gjarnan sjá ráðþrota, dauðþreytt og vondauft heilbrigðisstarfsfólk í fréttum sem vart gat sinnt vinnunni sinni vegna álags. „Það er nákvæmlega þetta sem þau, sem hafa stjórnað hér ferðinni, hafa verið að ítreka til að reyna að vernda heilbrigðiskerfið þannig að það myndi ekki sligast undan álagi. Þetta eru allavega vísbendingar um að okkur hafi tekist vel til í vor.“ Unnur bendir á að þeir sem þegar hafa tekið þátt í rannsókninni eru beðnir um að svara nýjum spurningalista svo hægt sé að fylgja eftir líðan og stöðu heilsufars þeirra í annarri og þriðju bylgju faraldursins. Þá er einnig búið að opna rannsóknina gagnvart nýjum þátttakendum en fólk getur skráð sig til þátttöku á heimasíðunni www.lidanicovid.is. Hér að ofan er hægt að sjá framsögu Unnar Önnu prófessors á upplýsingafundi almannavarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Niðurstöður rannsóknarinnar um líðan íslensks heilbrigðisstarfsfólks stingur nefnilega í stúf við sambærilegar rannsóknir erlendis. Niðurstöður íslensku rannsóknarinnar sýna að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og jafnvel það sem stóð í framlínunni, kemur vel undan fyrstu bylgju faraldursins. Þetta sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands sem fer fyrir rannsóknarhópnum sem hefur undanfarna mánuði aflað víðtækrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna en um 23 þúsund manns tóku þátt í rannsókninni. Unnur Anna var gestur upplýsingafundar þríeykisins í dag og ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá nánar: Aukin hætta á þunglyndi og áfallastreitu „Okkar heilbrigðisstarfsfólk virðist koma vel undan þessari fyrstu bylgju. Það er kannski því að þakka hversu vel gekk að hafa stjórn á faraldrinum. Við höfum vísbendingar um hið gagnstæða frá löndum þar sem verr gekk og faraldurinn var stjórnlaus. Þær niðurstöður benda til þess að það heilbrigðisstarfsfólk, sem starfaði á þeim vettvangi, hafi ekki verið í góðu andlegu standi eftir slík átök þannig að það er mjög jákvætt að sjá það að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og meira að segja það sem vann í framlínunni, er ekki í aukinni áhættu á andlegum einkennum.“ Þegar útbreiðsla kórónuveirunnar náði hæstu hæðum í ýmsum löndum, á borð við Ítalíu í fyrstu bylgju faraldursins og Bandaríkin, mátti gjarnan sjá ráðþrota, dauðþreytt og vondauft heilbrigðisstarfsfólk í fréttum sem vart gat sinnt vinnunni sinni vegna álags. „Það er nákvæmlega þetta sem þau, sem hafa stjórnað hér ferðinni, hafa verið að ítreka til að reyna að vernda heilbrigðiskerfið þannig að það myndi ekki sligast undan álagi. Þetta eru allavega vísbendingar um að okkur hafi tekist vel til í vor.“ Unnur bendir á að þeir sem þegar hafa tekið þátt í rannsókninni eru beðnir um að svara nýjum spurningalista svo hægt sé að fylgja eftir líðan og stöðu heilsufars þeirra í annarri og þriðju bylgju faraldursins. Þá er einnig búið að opna rannsóknina gagnvart nýjum þátttakendum en fólk getur skráð sig til þátttöku á heimasíðunni www.lidanicovid.is. Hér að ofan er hægt að sjá framsögu Unnar Önnu prófessors á upplýsingafundi almannavarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira