Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23.9.2020 12:23
Biðlar til fólks að takmarka eins og mögulegt er hverja það hittir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir fjölda kórónuveirusmita innanlands í gær á pari við það sem hann bjóst við. 23.9.2020 11:54
Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23.9.2020 11:01
Afkastamiklir bókaþjófar stálu bókum að andvirði hálfs milljarðs króna Lögreglan í Lundúnum greindi frá því í yfirlýsingu í dag að um tvö hundruð afar verðmætar bækur, sem hafði verið stolið í Bretlandi árið 2017, hefðu fundist í verksmiðju í Rúmeníu á miðvikudag við húsleit lögreglu. Þjófarnir höfðu komið þeim fyrir undir gólffjölum verksmiðjunnar. 18.9.2020 18:07
Stefnir í stálheiðarlegt slagviðri á sunnudag og snjókomu í kjölfarið Síðla sunnudags snýst í suðvestan eða vestan 15-25 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s. Mikilli rigningu er spáð á öllu vestan-og sunnanverðu landinu. 18.9.2020 15:54
Allir sem fóru í ræktina á Akranesi þurfa að fara í sóttkví Einstaklingur sem greindist með kórónuveiruna á Akranesi hafði stundað líkamsrækt í líkamsræktarsalnum á Jaðarbökkum þriðjudaginn 15. september. Af þeim sökum þurfa allir þeir sem fóru í ræktina sama dag að fara í sóttkví. 18.9.2020 14:54
„Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18.9.2020 10:51
Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður. 17.9.2020 17:33
„Fólk þarf bara smá stökkpall til að vera öruggt, til að geta andað og lifað með reisn“ Nichole Leigh Mosty, formaður stjórnar Samtaka kvenna af erlendum uppruna, fagnar því að stjórnvöld í Evrópu geti von bráðar ekki skýlt sér lengur á bak við Dyflinnarreglugerðina. 17.9.2020 15:38
Lögreglumenn og ríkið undirrituðu kjarasamning Eftir eins og hálfs árs þref hafa lögreglumenn og samninganefnd ríkisins loks náð saman og skrifað undir kjarasamning. 16.9.2020 18:01