Bindur vonir við að bólusetning komist á almennilegt skrið í lok mars Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. janúar 2021 15:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir rýnir í þá samninga sem Ísland hefur gert við lyfjaframleiðendur og næstu skref. Vísir/Baldur Hrafnkell Jákvæðar fréttir bárust frá lyfjaframleiðandanum AstraZeneca í morgun en búið er að sækja um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun hljóta flýtimeðferð hjá stofnuninni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fagnar þessum tíðindum enda er AstraZeneca einn af þeim framleiðendum sem Ísland hefur gert stóran samning við. „Ég held að vonir standi til að AstraZeneca fái markaðsleyfið síðar í þessum mánuði og það er bara flott. Þá fer þetta vonandi að gerast og svo sjáum við bara til hvað þeir eru tilbúnir að afhenda mikið bóluefni svona fyrst um sinn.“ Ísland hefur gert samning við AstraZeneca um 230.000 skammta sem duga fyrir um 115.000 einstaklinga. „Svo er það Janssen, sem við vitum ekki hvenær fær markaðsleyfi en það hefur verið talað um febrúar í því samhengi. Það er bóluefni fyrir 235 þúsund einstaklinga. Svo náttúrulega standa vonir til að Pfizer og Moderna muni geta hraðað sinni afhendingu eftir því sem framleiðslan eykst. Auðvitað bindur maður vonir við að þetta muni allt saman fara á gott skrið bara núna fljótlega eftir mars, til dæmis. Við vitum hvernig áætlanir eru út mars og það er í rauninni það eina sem við höfum í hendi eins og staðan er núna en það gæti breyst.“ Staðan í faraldrinum innanlands er góð að mati sóttvarnalæknis. Bæði hann og heilbrigðisráðherra hafa sagt að gildistaka nýrra sóttvarnareglna væri háð áframhaldandi góðum árangri innanlands. Hefur eitthvað breyst í þeim efnum? „Nei, þetta hefur gengið ágætlega og tölurnar í dag eru ánægjulegar þannig að það er bara fínt. Eins og staðan er núna tel ég ekki ástæðu til að endurskoða þær.“ Nýjar sóttvarnareglur munu því taka gildi á morgun en í þeim felst meðal annars tuttugu manna samkomubann, hóptímar í líkamsræktarstöðvum verða heimilaðar og sem og íþróttaiðkun fyrir alla aldurshópa, svo fátt eitt sé nefnt. Einu breytingarnar sem heilbrigðisráðherra hefur gert síðan nýjar sóttvarnareglur voru kynntar er hækkun viðmiðunartölu í útförum úr 50 í 100. Þá munu reglur um verslun hér á landi haldast óbreyttar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir greindust innanlands og fimmtán á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar þeirra sem greindist var í sóttkví en hinn ekki. 12. janúar 2021 10:59 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fagnar þessum tíðindum enda er AstraZeneca einn af þeim framleiðendum sem Ísland hefur gert stóran samning við. „Ég held að vonir standi til að AstraZeneca fái markaðsleyfið síðar í þessum mánuði og það er bara flott. Þá fer þetta vonandi að gerast og svo sjáum við bara til hvað þeir eru tilbúnir að afhenda mikið bóluefni svona fyrst um sinn.“ Ísland hefur gert samning við AstraZeneca um 230.000 skammta sem duga fyrir um 115.000 einstaklinga. „Svo er það Janssen, sem við vitum ekki hvenær fær markaðsleyfi en það hefur verið talað um febrúar í því samhengi. Það er bóluefni fyrir 235 þúsund einstaklinga. Svo náttúrulega standa vonir til að Pfizer og Moderna muni geta hraðað sinni afhendingu eftir því sem framleiðslan eykst. Auðvitað bindur maður vonir við að þetta muni allt saman fara á gott skrið bara núna fljótlega eftir mars, til dæmis. Við vitum hvernig áætlanir eru út mars og það er í rauninni það eina sem við höfum í hendi eins og staðan er núna en það gæti breyst.“ Staðan í faraldrinum innanlands er góð að mati sóttvarnalæknis. Bæði hann og heilbrigðisráðherra hafa sagt að gildistaka nýrra sóttvarnareglna væri háð áframhaldandi góðum árangri innanlands. Hefur eitthvað breyst í þeim efnum? „Nei, þetta hefur gengið ágætlega og tölurnar í dag eru ánægjulegar þannig að það er bara fínt. Eins og staðan er núna tel ég ekki ástæðu til að endurskoða þær.“ Nýjar sóttvarnareglur munu því taka gildi á morgun en í þeim felst meðal annars tuttugu manna samkomubann, hóptímar í líkamsræktarstöðvum verða heimilaðar og sem og íþróttaiðkun fyrir alla aldurshópa, svo fátt eitt sé nefnt. Einu breytingarnar sem heilbrigðisráðherra hefur gert síðan nýjar sóttvarnareglur voru kynntar er hækkun viðmiðunartölu í útförum úr 50 í 100. Þá munu reglur um verslun hér á landi haldast óbreyttar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir greindust innanlands og fimmtán á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar þeirra sem greindist var í sóttkví en hinn ekki. 12. janúar 2021 10:59 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Tveir greindust innanlands og fimmtán á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar þeirra sem greindist var í sóttkví en hinn ekki. 12. janúar 2021 10:59
Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30