Ójöfnuður hafi aukist í fyrra Á síðasta ári jókst ójöfnuður í íslensku hagkerfi samkvæmt mánaðaryfirlit ASÍ. Þar kemur fram að stærsta breytingin á tekjum íslenskra heimila í fyrra hafi verið aukning fjármagnstekna en sú aukning hafi nær einungis verið hjá tekjuhæstu tíu prósentum heimilanna. 22.8.2022 14:25
Herskip, Búddastyttur og ýmsar fornminjar komið í ljós vegna þurrka Hitabylgjur og þurrkar um Evrópu og í Kína hafa leitt til þess að vatnsborð í ám og stöðuvötnum hefur lækkað gríðarlega. Við það hafa ýmsar gersemar, sem áður voru á bólakafi, komið í ljós. Þar á meðal forsögulegir spænskir bautasteinar, kínverskar búddastyttur og fornminjar úr seinni heimsstyrjöldinni. 22.8.2022 13:01
Rauðpanda kom eins og kraftaverk í heiminn mánuði eftir dauða föðurins Fæðingu rauðpöndu í dýragarði í Bretlandi í síðasta mánuði hefur verið lýst sem kraftaverki. Bæði vegna þess að rauðpöndur eru í útrýmingarhættu og af því að faðir dýrsins lést fyrir mánuði síðan eftir margra ára æxlunarátak dýragarðsins. 22.8.2022 09:00
Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. 22.8.2022 07:52
Aldrei jafn mörg atvik hjá slökkviliðinu á einni næturvakt Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei þurft að flytja jafn marga með sjúkrabíl á næturvakt og þau gerðu á Menningarnótt í gær. Varðstjóri segir óvenjumikið hafa verið að gera miðað við fyrri Menningarnætur en að álag sem þetta fylgi svona mikilli mannmergð. 21.8.2022 15:02
Var byrlað á Menningarnótt og neitað um aðstoð lögreglu Kona á fimmtugsaldri sem fór niður í bæ á Menningarnótt og fékk sér drykk með manni sínum telur sér hafa verið byrlað ólyfjan. Af því hún hafði drukkið áfengi neitaði lögreglan þeim um aðstoð og þurfti maður hennar því að skilja hana eftir nær meðvitundarlausa á bekk á meðan hann leitaði að leigubíl. 21.8.2022 13:43
Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21.8.2022 11:02
Loftslagsmál, leikskólar, fíkniefni og formannsframboð Kristrúnar Frostadóttur í Sprengisandi Á Sprengisandi í dag verður rætt um „neyðarástand“ í loftslagsmálum, stefnu yfirvalda í fíkniefnamálum, loforð í leikskólamálum og framboð Kristrúnar Frostadóttur til formanns Samfylkingarinnar. 21.8.2022 09:52
Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. 21.8.2022 09:34
Sómalski herinn batt enda á umsátur um hótel í Mogadishu Yfirvöld í Sómalíu bundu í gærkvöldi enda á blóðuga árás á hótel í höfuðborginni Mogadishu. Talið er að um tuttugu manns hafi verið drepnir þegar árásarmenn réðust inn í Hayat hótel og héldu gestum þess í gíslingu í meira en þrjátíu klukkustundir. 21.8.2022 08:40