Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2023 19:16 Vladímír Pútín hefur skipað öllum starfsmönnum Wagner-hópsins sem og öðrum málaliðum að sverja hollustueið. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. Pútín skrifaði undir tilskipunina í gær, tveimur dögum eftir að Jevgení Prígósjín, leiðtogi Wagner-hópsins, lést í flugslysi. Tilskipunin nær til allra þeirra sem taka þátt í hernaðaraðgerðum í Úkraínu, þeirra sem aðstoða rússneska herinn og þeirra sem vinna við varnarmál segir í frétt BBC. Pútín vill herða takið á Wagner Sérfræðingar telja að tilskipun Pútín sé hluti af áætlunum hans um að endurheimta vald sitt eftir uppreisn Wagner-hópsins í júní. „Pútín vill hafa þétt tak á Wagner til að tryggja það að hann lendi ekki í annarri krísu í framtíðinni,“ sagði Natia Seskuria, sérfræðingur hjá bresku hugveitunni RUSI, við BBC. Seskuria telur að þó tilskipunin muni hafa skammtímaáhrif þá muni dyggir stuðningsmenn Prígósjín ekki sverja eiðinn. Tilskipunin gæti því skapað vandræði fyrir Pútín síðar meir. Með því að sverja eiðinn lofa eiðsvarar því að fylgja öllum skipunum yfirmanna. Það sé gert til að byggja upp andlegan og siðferðilegan grunn varnar Rússa. Nokkrum vikum áður en Wagner gerði uppreisn í júní gaf rússneska varnarmálaráðuneytið málaliðahópum frest til 1. júlí til að skrifa undir samninga við herinn. Prígósjín neitaði þá að skrifa undir þar sem hann vildi ekki að Wagner heyrði undir ráðuneytið. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Sjá meira
Pútín skrifaði undir tilskipunina í gær, tveimur dögum eftir að Jevgení Prígósjín, leiðtogi Wagner-hópsins, lést í flugslysi. Tilskipunin nær til allra þeirra sem taka þátt í hernaðaraðgerðum í Úkraínu, þeirra sem aðstoða rússneska herinn og þeirra sem vinna við varnarmál segir í frétt BBC. Pútín vill herða takið á Wagner Sérfræðingar telja að tilskipun Pútín sé hluti af áætlunum hans um að endurheimta vald sitt eftir uppreisn Wagner-hópsins í júní. „Pútín vill hafa þétt tak á Wagner til að tryggja það að hann lendi ekki í annarri krísu í framtíðinni,“ sagði Natia Seskuria, sérfræðingur hjá bresku hugveitunni RUSI, við BBC. Seskuria telur að þó tilskipunin muni hafa skammtímaáhrif þá muni dyggir stuðningsmenn Prígósjín ekki sverja eiðinn. Tilskipunin gæti því skapað vandræði fyrir Pútín síðar meir. Með því að sverja eiðinn lofa eiðsvarar því að fylgja öllum skipunum yfirmanna. Það sé gert til að byggja upp andlegan og siðferðilegan grunn varnar Rússa. Nokkrum vikum áður en Wagner gerði uppreisn í júní gaf rússneska varnarmálaráðuneytið málaliðahópum frest til 1. júlí til að skrifa undir samninga við herinn. Prígósjín neitaði þá að skrifa undir þar sem hann vildi ekki að Wagner heyrði undir ráðuneytið.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Sjá meira