Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar verður rætt við Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra, um horfur í máli Hvammsvirkjunar, sem nú er í uppnámi eftir að virkjanaleyfi var fellt úr gildi. Ráðherra segir að skoða þurfi hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfið og að það megi ekki taka langan tíma. Útilokað sé að bíða með öflun grænnar orku hér á landi ef Ísland ætli að ná loftslagsmarkmiðum sínum. 16.6.2023 18:06
Sex sóttu um embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Sex sóttu um embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem auglýst var laust til umsóknar í maí. Meðal þeirra eru Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, maður ársins 2021, og Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga. 16.6.2023 17:54
Kjörræðismaður Rússlands hættir hjá Kaupfélaginu Ólafur Ágúst Andrésson, kjörræðismaður Rússa á Íslandi og forstöðumaður kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, hefur ákveðið að láta af störfum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga eftir 27 ára starf fyrir félagið. 16.6.2023 17:29
Bíræfin býfluga barðist við að dingla bjöllunni Fjölskylda í Breiðholtinu vaknaði upp á þriðjudag við óvæntan gest sem lá á húninum. Gesturinn sem hafði beðið lengi fyrir utan reyndist, við nánari athugun, vera suðandi býfluga sem vildi komast inn. 16.6.2023 07:02
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15.6.2023 16:10
„Mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar“ Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut. 15.6.2023 15:20
Fyrrverandi forstjóri Microsoft í Danmörku í stjórn Carbfix Ný stjórn Carbfix hf. hefur verið skipuð og er nýr stjórnarformaður hennar Nana Bule, sem var forstjóri Microsoft í Danmörku og á Íslandi þar til fyrr á þessu ári. 15.6.2023 14:51
Óumbeðin ástarbréf eldklárra og eftirsóttra gella Fjöllistahópurinn Eldklárar og eftirsóttar gefa í dag út ljóðabókina Óumbeðin ástarbréf á Slippbarnum við gömlu höfnina í Reykjavík. 15.6.2023 09:34
Ljóstrar upp um ástæður andremmu og lausnir við henni Tannlæknir segir nokkrar ástæður geta verið fyrir andremmu en aðalorsökin séu bakteríur. Fólk veigri sér oft við að benda öðrum á andremmu en það eigi ekki að vera feimnismál. Hægt sé að losna við hana með góðri munnhirðu og þar sé tannþráðurinn lykilatriði. 14.6.2023 17:05
Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14.6.2023 15:51