Þurrt framan af en skúrir eftir hádegi Það verður breytileg átt í dag, víða þrír til átta metrar á sekúndu, en hvassara á Suðausturlandi. Skýjað með köflum og þurrt til að byrja með en eftir hádegi myndast skúrir á víð og dreif á sunnan- og vestanverðu landinu, annars bjart og þurrt. 7.8.2023 08:26
Keppti í hlaupaskotfimi í Crocs-skóm og kynlífsbol Einn keppenda í hlaupaskotfimi á Unglingalandsmóti UMFÍ í gær klæddist Crocs-skóm. Sá fór kröftuglega af stað en þegar á leið dró úr honum og landaði hann ekki sigri. Mótið hefur farið fram á Sauðárkróki yfir verslunarmannahelgina. 7.8.2023 08:06
Íslensku skátarnir yfirgefa alheimsmótið vegna fellibyls Íslenski hópurinn sem er á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu hefur ákveðið að yfirgefa svæðið í kvöld vegna frétta af fellibylnum Khanun sem stefnir beint á mótssvæðið. Hitabylgja hefur leikið skáta mótsins grátt. 7.8.2023 07:29
Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. 4.8.2023 16:36
Bókasafnsbók skilað 53 árum of seint Eintaki af klassísku vísindaskáldsögunni 2001: A Space Odyssey birtist á bókasafni í Scunthorpe 53 árum eftir að hún var tekin að láni. 4.8.2023 16:05
Rennibrautarferð lögreglumanns vekur kátínu netverja Lögreglumaður í Boston slasaðist þegar hann renndi sér á ógnarhraða niður málmrennibraut í borginni. Myndband sem sýnir manninn þeytast út úr rennibrautinni og lenda á andlitinu hefur vakið mikla athygli. 4.8.2023 14:14
Kim Yong Wings í Vogunum: „Þetta verður á milli tannanna á fólki“ Tveir Hafnfirðingar eru að opna veitingastaðinn Kim Yong Wings í Vogum á Vatnsleysuströnd í næstu viku. Þar verður boðið upp á kóreska vængi, súrdeigspizzur og heimilismat. Þeir vissu að nafnið yrði umdeilt en óttast ekki umtalið. 4.8.2023 12:01
Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Ferðaskrifstofuleyfi TT ferða, sem lengst af hét Tripical Travel, hefur verið fellt úr gildi af hálfu Ferðamálastofu. Forsvarsmenn félagsins, sem reka einnig Tripical Ísland, segja það ekki hafa verið virkt undanfarið ár og því hafi þau ákveðið að viðhalda leyfinu ekki virku. 4.8.2023 06:30
Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. 3.8.2023 16:25
Risavaxinn perúskur hvalur líklega þyngsta dýr allra tíma Bein sem fundust af Perucetus colossus, 39 milljón ára gömlum risahval, benda til þess að hann sé líklega þyngsta dýr allra tíma. Þyngri en steypireyðin sem er núverandi titilhafi. 2.8.2023 17:00