Finnst þau hafa verið svo gott sem nafngreind eftir tilkynningu Kennarasambandsins Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri hans, gagnrýna Kennarasambandið fyrir að hafa svo gott sem nafngreint dóttur þeirra í tilkynningu um málið. Þau hafi neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu. 21.2.2022 10:06
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Foreldrar stúlku í Dalvíkurskóla harma óvægna umfjöllun um átök hennar og kennara, sem lauk með brottrekstri kennarans. Honum voru loks dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Þau gagnrýna málflutning Kennarasambandsins, sem lýsti málavöxtum ítarlega í tilkynningu. Við ræðum við foreldrana í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 20.2.2022 18:01
Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20.2.2022 14:12
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Forsætisráðherra Bretlands telur Rússa undirbúa mesta stríð Evrópu frá seinni heimstyrjöld. Spennan magnast við landamæri Úkraínu. Við förum yfir stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 20.2.2022 11:38
„Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. 19.2.2022 15:36
Bein útsending: Hádegisfréttir á Bylgjunni Aldrei hafa fleiri starfsmenn Landspítala verið í einangrun og nú. Stjórnendur leita allra leiða til að þurfa ekki að kalla smitaða til vinnu. Við fjöllum um stöðuna á Landspítalanum í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 19.2.2022 11:54
Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari. 19.2.2022 11:23
Tekur stöðuna í næstu viku Yfir hundrað þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldurs en sóttvarnalæknir bendir á að þeir gætu í raun verið allt að tvö hundruð þúsund og hjarðónæmi þannig mögulega handan við hornið. Hann telur ekki rétt að meta það fyrr en í næstu viku hvort fresta ætti allsherjarafléttingum, í ljósi erfiðrar stöðu í heilbrigðiskerfinu. 18.2.2022 13:07
Svona hefur ómíkron herjað á starfsfólk Landspítala Rúmlega tuttugu prósent starfsmanna hafa smitast af kórónuveirunni síðustu tvo mánuði. Þegar litið er á skiptingu eftir starfsstéttum og deildum hafa flest smitanna komið upp meðal hjúkrunarfræðinga og á bráðamóttöku. 18.2.2022 11:01
Man ekki eftir öðrum eins forföllum Alvarleg staða kom upp á fæðingarvakt Landspítala í gær þegar ljósmæður bráðvantaði til starfa vegna veikinda. Yfirlæknir fæðingarteymis man vart eftir öðru eins ástandi en segir stöðuna betri í dag. 2.881 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem er mesti fjöldi frá upphafi faraldurs. 17.2.2022 12:25