„Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2022 11:31 Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Vísir/Sigurjón Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. Nær algjört hlé hefur verið á brottvísunum í faraldri kórónuveirunnar vegna ferðatakmarkanna af ýmsum toga. En nú stendur til að hefja brottvísanir á ný og umbjóðendur Magnúsar Davíðs Norðdahls lögmanns eru byrjaðir að fá símtöl þess efnis. Fréttablaðið ræddi við Magnús um málið í morgun. „Ákaflega sorglegt“ Í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun segir að um 250 dvelji enn hér á landi án heimildar vegna þess að þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnareglur móttökuríkjanna. Magnús mótmælir þessari alhæfingu í samtali við fréttastofu - hann sé með umbjóðendur sem ekki hafi neitað slíku. Þá bendir hann á að aðstæður í móttökuríkinu Grikklandi séu afar slæmar. Auk þess sem umbjóðendur hans hafi fest hér rætur. „Þarna eru aðilar sem hafa kannski verið hér í tvö ár, rúmlega sumir hverjir, hafa aðlagast hér, myndað tengsl við landið. Jafnvel eignast barn hérna, fengið vilyrði um vinnu á þessum tíma. Þarna er líka tilvonandi móðir sem gengin er átta mánuði á leið sem stendur til að vísa úr landi líka. Þannig að þetta er auðvitað ákaflega sorglegt,“ segir Magnús. Þú hefur verið í sambandi við umbjóðendur þína, hvernig líður þeim? „Þeim líður bara hræðilega. Það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta er mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki.“ Prófmál fyrir dóm í september Þá bendir Magnús á að margir í hópnum hafi verið hér á landi í að minnsta kosti ár og ættu því rétt á að fá mál sín tekin til efnismeðferðar. Stjórnvöld hafi hins vegar kennt umbjóðendum hans um að hafa tafið mál sín - og þeir fái því ekki efnismeðferð. „Við erum að láta reyna á þetta núna fyrir dómi. Það er eitt mál af þessu tagi sem verður flutt 13 september næstkomandi. Ef það mál vinnst þá er alveg ljóst að stjórnvöld eru að framkvæma ólögmætar brottvísanir og eru ranglega að kenna umsækjendum um alþjóðlega vernd um að hafa tafið mál sín,“ segir Magnús. Hælisleitendur Dómsmál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Nær algjört hlé hefur verið á brottvísunum í faraldri kórónuveirunnar vegna ferðatakmarkanna af ýmsum toga. En nú stendur til að hefja brottvísanir á ný og umbjóðendur Magnúsar Davíðs Norðdahls lögmanns eru byrjaðir að fá símtöl þess efnis. Fréttablaðið ræddi við Magnús um málið í morgun. „Ákaflega sorglegt“ Í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun segir að um 250 dvelji enn hér á landi án heimildar vegna þess að þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnareglur móttökuríkjanna. Magnús mótmælir þessari alhæfingu í samtali við fréttastofu - hann sé með umbjóðendur sem ekki hafi neitað slíku. Þá bendir hann á að aðstæður í móttökuríkinu Grikklandi séu afar slæmar. Auk þess sem umbjóðendur hans hafi fest hér rætur. „Þarna eru aðilar sem hafa kannski verið hér í tvö ár, rúmlega sumir hverjir, hafa aðlagast hér, myndað tengsl við landið. Jafnvel eignast barn hérna, fengið vilyrði um vinnu á þessum tíma. Þarna er líka tilvonandi móðir sem gengin er átta mánuði á leið sem stendur til að vísa úr landi líka. Þannig að þetta er auðvitað ákaflega sorglegt,“ segir Magnús. Þú hefur verið í sambandi við umbjóðendur þína, hvernig líður þeim? „Þeim líður bara hræðilega. Það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta er mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki.“ Prófmál fyrir dóm í september Þá bendir Magnús á að margir í hópnum hafi verið hér á landi í að minnsta kosti ár og ættu því rétt á að fá mál sín tekin til efnismeðferðar. Stjórnvöld hafi hins vegar kennt umbjóðendum hans um að hafa tafið mál sín - og þeir fái því ekki efnismeðferð. „Við erum að láta reyna á þetta núna fyrir dómi. Það er eitt mál af þessu tagi sem verður flutt 13 september næstkomandi. Ef það mál vinnst þá er alveg ljóst að stjórnvöld eru að framkvæma ólögmætar brottvísanir og eru ranglega að kenna umsækjendum um alþjóðlega vernd um að hafa tafið mál sín,“ segir Magnús.
Hælisleitendur Dómsmál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira