„Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2022 11:31 Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Vísir/Sigurjón Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. Nær algjört hlé hefur verið á brottvísunum í faraldri kórónuveirunnar vegna ferðatakmarkanna af ýmsum toga. En nú stendur til að hefja brottvísanir á ný og umbjóðendur Magnúsar Davíðs Norðdahls lögmanns eru byrjaðir að fá símtöl þess efnis. Fréttablaðið ræddi við Magnús um málið í morgun. „Ákaflega sorglegt“ Í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun segir að um 250 dvelji enn hér á landi án heimildar vegna þess að þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnareglur móttökuríkjanna. Magnús mótmælir þessari alhæfingu í samtali við fréttastofu - hann sé með umbjóðendur sem ekki hafi neitað slíku. Þá bendir hann á að aðstæður í móttökuríkinu Grikklandi séu afar slæmar. Auk þess sem umbjóðendur hans hafi fest hér rætur. „Þarna eru aðilar sem hafa kannski verið hér í tvö ár, rúmlega sumir hverjir, hafa aðlagast hér, myndað tengsl við landið. Jafnvel eignast barn hérna, fengið vilyrði um vinnu á þessum tíma. Þarna er líka tilvonandi móðir sem gengin er átta mánuði á leið sem stendur til að vísa úr landi líka. Þannig að þetta er auðvitað ákaflega sorglegt,“ segir Magnús. Þú hefur verið í sambandi við umbjóðendur þína, hvernig líður þeim? „Þeim líður bara hræðilega. Það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta er mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki.“ Prófmál fyrir dóm í september Þá bendir Magnús á að margir í hópnum hafi verið hér á landi í að minnsta kosti ár og ættu því rétt á að fá mál sín tekin til efnismeðferðar. Stjórnvöld hafi hins vegar kennt umbjóðendum hans um að hafa tafið mál sín - og þeir fái því ekki efnismeðferð. „Við erum að láta reyna á þetta núna fyrir dómi. Það er eitt mál af þessu tagi sem verður flutt 13 september næstkomandi. Ef það mál vinnst þá er alveg ljóst að stjórnvöld eru að framkvæma ólögmætar brottvísanir og eru ranglega að kenna umsækjendum um alþjóðlega vernd um að hafa tafið mál sín,“ segir Magnús. Hælisleitendur Dómsmál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Nær algjört hlé hefur verið á brottvísunum í faraldri kórónuveirunnar vegna ferðatakmarkanna af ýmsum toga. En nú stendur til að hefja brottvísanir á ný og umbjóðendur Magnúsar Davíðs Norðdahls lögmanns eru byrjaðir að fá símtöl þess efnis. Fréttablaðið ræddi við Magnús um málið í morgun. „Ákaflega sorglegt“ Í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun segir að um 250 dvelji enn hér á landi án heimildar vegna þess að þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnareglur móttökuríkjanna. Magnús mótmælir þessari alhæfingu í samtali við fréttastofu - hann sé með umbjóðendur sem ekki hafi neitað slíku. Þá bendir hann á að aðstæður í móttökuríkinu Grikklandi séu afar slæmar. Auk þess sem umbjóðendur hans hafi fest hér rætur. „Þarna eru aðilar sem hafa kannski verið hér í tvö ár, rúmlega sumir hverjir, hafa aðlagast hér, myndað tengsl við landið. Jafnvel eignast barn hérna, fengið vilyrði um vinnu á þessum tíma. Þarna er líka tilvonandi móðir sem gengin er átta mánuði á leið sem stendur til að vísa úr landi líka. Þannig að þetta er auðvitað ákaflega sorglegt,“ segir Magnús. Þú hefur verið í sambandi við umbjóðendur þína, hvernig líður þeim? „Þeim líður bara hræðilega. Það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta er mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki.“ Prófmál fyrir dóm í september Þá bendir Magnús á að margir í hópnum hafi verið hér á landi í að minnsta kosti ár og ættu því rétt á að fá mál sín tekin til efnismeðferðar. Stjórnvöld hafi hins vegar kennt umbjóðendum hans um að hafa tafið mál sín - og þeir fái því ekki efnismeðferð. „Við erum að láta reyna á þetta núna fyrir dómi. Það er eitt mál af þessu tagi sem verður flutt 13 september næstkomandi. Ef það mál vinnst þá er alveg ljóst að stjórnvöld eru að framkvæma ólögmætar brottvísanir og eru ranglega að kenna umsækjendum um alþjóðlega vernd um að hafa tafið mál sín,“ segir Magnús.
Hælisleitendur Dómsmál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira