Kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi varð henni lífsbjörg Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. maí 2022 21:00 Björk Lárusdóttir er 27 ára. Henni var ekki úthlutað réttu líffræðilegu kyni við fæðingu og hóf kynleiðréttingarferli, sem náði hápunkti með ævintýraferð til Tælands í apríl. Kona sem er nýkomin heim úr kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi telur að hún hefði ekki lifað af áralanga bið eftir aðgerðinni á Íslandi. Hún vill að aðgerðirnar verði flokkaðar sem lífsnauðsynlegar en á þriðja tug transkvenna eru nú á biðlista hér heima. Árið 2019 var meðaltalsbiðtími þeirra sem farið hafa í kynleiðréttingaraðgerðir á Landspítala 6,6 mánuðir, samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns um málið í febrúar. En svo skall Covid á og nær lamaði starfsemi skurðsviða. 2020 var biðtíminn 14,6 mánuðir og 2021 31,1 mánuður. 26 transkonur bíða nú eftir slíkri aðgerð hér á Landspítala. Síðast var gerð kynleiðréttingaraðgerð á spítalanum í nóvember í fyrra. Alls voru tvær slíkar aðgerðir gerðar allt það ár, 2021. Árið þar á undan, 2020, voru þær þó öllu fleiri - alls níu, samkvæmt tölum frá Landspítala. „Aðgerðirnar hafa aldrei legið niðri meira en þau tímabil í Covid faraldrinum þegar skurðstofustarfsemin var í lágmarki,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu. Var í lífshættu Björk Lárusdóttir er 27 ára. Fyrir fáum mánuðum segist hún hafa staðið frammi fyrir þriggja ára bið eftir kynleiðréttingaraðgerð. „Ég var bara í lífshættu. Og ég var bara komin á mjög slæman stað. Ég fór mjög illa með sjálfa mig. Mér var alveg sama um sjálfa mig. Það var lítil sem engin sjálfsvirðing. Þegar þú ert bara föst í einhverjum líkama sem er ekki þinn.“ Milljónaferli Í febrúar komst hún í samband við sjúkrahús í Tælandi og 4. apríl síðastliðinn gekkst hún undir hina langþráðu aðgerð. Lífsbjörg, segir Björk. „Ég fór ógeðslega hratt í gegnum þetta og sumir höfðu áhyggjur af því: Vertu ekki að fara of hratt. Ég ætla ekki að láta neinn segja mér á hvaða hraða ég fer í gegnum þetta. Þetta er mitt líf og ég myndi gera það á sama hraða aftur og jafnvel hraðar.“ Sjúkratryggingar greiða ekki niður aðgerðir í Tælandi. Foreldrar Bjarkar telja að kostnaður við aðgerðina og ferðalagið út hafi hlaupið á fjórðu milljón króna og tóku veð í húsi sínu til að fjármagna ferlið. Björk krefst þess að íslenskt heilbrigðiskerfi setji kynleiðréttingaraðgerðir í hærri forgang. „Ég er hamingjusöm og ég gæti ekki verið ánægðari með lífið,“ segir Björk. „Af hverju er kerfið að ákveða hver ég er? Mér finnst þetta svo rosalega mikil forræðishyggja. Sem þarf að fara að breyta.“ Rætt var ítarlega við Björk og foreldra hennar, sem fylgdu henni til Tælands, í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalinu við fjölskylduna verður gerð skil í heild á Vísi í fyrramálið. Málefni trans fólks Heilbrigðismál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Árið 2019 var meðaltalsbiðtími þeirra sem farið hafa í kynleiðréttingaraðgerðir á Landspítala 6,6 mánuðir, samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns um málið í febrúar. En svo skall Covid á og nær lamaði starfsemi skurðsviða. 2020 var biðtíminn 14,6 mánuðir og 2021 31,1 mánuður. 26 transkonur bíða nú eftir slíkri aðgerð hér á Landspítala. Síðast var gerð kynleiðréttingaraðgerð á spítalanum í nóvember í fyrra. Alls voru tvær slíkar aðgerðir gerðar allt það ár, 2021. Árið þar á undan, 2020, voru þær þó öllu fleiri - alls níu, samkvæmt tölum frá Landspítala. „Aðgerðirnar hafa aldrei legið niðri meira en þau tímabil í Covid faraldrinum þegar skurðstofustarfsemin var í lágmarki,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu. Var í lífshættu Björk Lárusdóttir er 27 ára. Fyrir fáum mánuðum segist hún hafa staðið frammi fyrir þriggja ára bið eftir kynleiðréttingaraðgerð. „Ég var bara í lífshættu. Og ég var bara komin á mjög slæman stað. Ég fór mjög illa með sjálfa mig. Mér var alveg sama um sjálfa mig. Það var lítil sem engin sjálfsvirðing. Þegar þú ert bara föst í einhverjum líkama sem er ekki þinn.“ Milljónaferli Í febrúar komst hún í samband við sjúkrahús í Tælandi og 4. apríl síðastliðinn gekkst hún undir hina langþráðu aðgerð. Lífsbjörg, segir Björk. „Ég fór ógeðslega hratt í gegnum þetta og sumir höfðu áhyggjur af því: Vertu ekki að fara of hratt. Ég ætla ekki að láta neinn segja mér á hvaða hraða ég fer í gegnum þetta. Þetta er mitt líf og ég myndi gera það á sama hraða aftur og jafnvel hraðar.“ Sjúkratryggingar greiða ekki niður aðgerðir í Tælandi. Foreldrar Bjarkar telja að kostnaður við aðgerðina og ferðalagið út hafi hlaupið á fjórðu milljón króna og tóku veð í húsi sínu til að fjármagna ferlið. Björk krefst þess að íslenskt heilbrigðiskerfi setji kynleiðréttingaraðgerðir í hærri forgang. „Ég er hamingjusöm og ég gæti ekki verið ánægðari með lífið,“ segir Björk. „Af hverju er kerfið að ákveða hver ég er? Mér finnst þetta svo rosalega mikil forræðishyggja. Sem þarf að fara að breyta.“ Rætt var ítarlega við Björk og foreldra hennar, sem fylgdu henni til Tælands, í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalinu við fjölskylduna verður gerð skil í heild á Vísi í fyrramálið.
Málefni trans fólks Heilbrigðismál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira