Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Hraun ógnar nú innviðum af ýmsu tagi í Svartsengi, þar sem unnið er hörðum höndum að því að hækka varnargarða og bjarga mikilvægum rafmagnsmöstrum. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir brýnt að Bláa lónið verði opnað um leið og það er öruggt. Hann óttast ekki að sláandi myndir frá síðustu dögum hafi fælingarmátt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 23.11.2024 18:15
Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 23.11.2024 17:03
Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Russell Vought, einn aðalhöfunda hins umdeilda Project 2025, til að leiða fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Vought gegndi embættinu um tíma í fyrri stjórnartíð Trumps og mun koma til með að forgangsraða fjárveitingum og koma kosningaloforðum Trumps um umfangsmikið afnám reglugerða til framkvæmda. 23.11.2024 12:21
„Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Kennarasambandið gera lítið úr verkfallsrétti félagsmanna með nýjasta útspili sínu. Kennarasambandið tilkynnti í gær að það væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni á slaginu 12. 23.11.2024 11:52
Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna eftir kosninganótt sem reyndist alls ekki jafnspennandi og reiknað var með. Við förum yfir stöðuna í Baráttunni um Bandaríkin á Vísi í beinni útsendingu klukkan 11 og spáum í komandi forsetatíð Trumps, sem gæti orðið enn stormasamari en sú síðasta. 6.11.2024 09:37
Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Valgerður Bachmann, spákona og miðill, hefur unnið í andlegum málefnum í næstum tvo áratugi. Hún segir alls konar fólk sækja þjónustu hjá henni; þekkt fólk og óþekkt, gamalt og ungt. Þá sæki karlar einnig mikið í spádóma en fari gjarnan krókaleiðir að því. 5.11.2024 18:05
Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Komið er að ögurstundu í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og munu annað hvort kjósa Kamölu Harris eða Donald Trump sem forseta. Engin leið er að spá fyrir um úrslit kosninganna, aldrei hefur verið mjórra á munum. Við förum yfir stöðuna á lokasprettinum í Baráttunni um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. 5.11.2024 12:17
Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Kamala Harris mælist með óvænt forskot á Donald Trump í ríki sem hann hefur hingað til unnið örugglega í forsetakosningum. Sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum telur að úrslit kosninganna gætu sveiflast afgerandi í aðra hvora áttina. Óvænt atriði með Harris í skemmtiþætti hefur reitt repúblikana til reiði. 3.11.2024 20:02
Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Sjúkratryggingar Íslands hyggjast fara með niðurstöðu nýs úrskurðar, þar sem lögð var fjörutíu milljóna sekt á stofnunina vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, fyrir dómstóla. Forstjóri stofnunarinnar segir að málið gæti reynst afdrifaríkt. Hann hafnar ásökunum um mismunun. 3.11.2024 19:03
Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3.11.2024 18:13