Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Í­huguðu að leyfa páfa að deyja í friði

Frans páfi var svo nálægt því að fara yfir móðuna miklu í veikindum sínum að læknar hans íhuguðu að hætta meðferð svo hann gæti fengið friðsamlegt andlát. Páfi sneri aftur í Páfagarð eftir hátt í sex vikna sjúkrahúsdvöl á sunnudaginn.

Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ást­hildar Lóu

Barnsfaðir Ásthildar Lóu Þórsdóttur var nýorðinn sextán ára og sjálfráða þegar barn kom undir. Forsætisráðuneytið segir engum trúnaði hafa verið heitið konunni sem vakti athygli á málinu þvert á fullyrðingar hennar. Konan segist nýverið hafa komist að því að Ásthildur Lóa væri konan sem átti barnið, verið misboðið og því sett sig í samband við ráðuneytið.

Laun eftir kjara­samningi „gervi­stéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri

Stéttarfélagið Efling fullyrðir að nýr kjarasamningur veitingamanna við Virðingu sé óhagstæður fyrir þorra starfsfólks veitingahúsa. Tugum þúsunda króna muni á launum samkvæmt samningnum við Virðingu annars vegar og Eflingarsamningnum hins vegar. Efling hefur sakað Virðingu um að vera „gervistéttarfélag“.

Vilja herða mengunar­varnir í lög­sögu Ís­lands

Íslensk stjórnvöld ætlar að taka þátt í að stofna nýtt mengunarvarnarsvæði í lögsögu Íslands og sjö annarra ríkja. Verði tillaga um svæðið samþykkt verða hertar kröfur gerðar til nýrra skipa um losun brennisteins og köfnunarefnis.

Grípa þurfi í taumana vegna berkla­smita hjá börnum í Evrópu

Berklasmitum á meðal barna fjölgaði um tíu prósent á milli ára í Evrópu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að grípa þurfi strax til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu smitsjúkdómsins sem er ein af helstu dánarorsökum manna á heimsvísu.

Hætta við Coda Terminal í Hafnar­firði

Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað.

Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andes­fjöllum

Niðurstaða þýsks dómstóls í máli perúsks bónda gegn þýsku orkufyrirtæki er talin geta verið fordæmisgefandi um ábyrgð á áhrifum loftslagsbreytinga. Bóndinn krefst þess að orkufyrirtækið taki þátt í flóðvörnum á þeim forsendum að losun þess á gróðurhúsalofttegundum valdi bráðnun jökla í Andesfjöllum.

Neitar því að hafa verið leið­beinandi ungs barns­föður síns

Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafnar því að hún hafi verið leiðbeinandi unglingsdrengs sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gær. Hún segir að maðurinn hafi setið um sig og hún ekki höndlað aðstæður á sínum tíma.

Sjá meira