Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Nýsköpunarfyrirtæki með stór áform um magnesíumvinnslu úr sjó stefnir að því að prófa framleiðsluna í fyrsta skipti hér á landi á næsta ári. Hvarfatankur sem íslenskur verkfræðingur hefur þróað á að vera lykilinn að því að vinna málminn með mun umhverfisvænni og skilvirkari hætti en tíðkast hefur til þessa. 26.11.2025 10:33
NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Boðið er upp á berstrípað, bílræfið og sporöskjulaga fjör í nýjasta NASCAR-kappakstursleiknum. Sannir akstursíþróttaunnendur fá nóg fyrir sinn snúð þótt leikinn skorti mikið af þeim íburði sem einkennir marga aðra kappakstursleiki. 26.11.2025 09:02
Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, er nú í meðferð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Hann greindi frá þessu í gær til þess að vekja aðra karlmenn til meðvitundar um sjúkdóminn. 25.11.2025 11:19
Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af kröfum Vélfags og meirihluta eiganda þess í morgun. Félagið hefur sætt þvingunaraðgerðum vegna tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem er talið hluti af skuggaflota Rússa frá því í sumar. 25.11.2025 09:33
„Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Niðurstöðu COP30-loftslagsráðstefnunnar í Brasilíu er lýst sem „lægsta möguleg samnefnara“. Óljós markmið um stóraukin framlög til aðlögunar þróunarríkja að loftslagsbreytingum og útfösu og hert losunarmarkmið er að finna í ályktun sem opnar í fyrsta skipti á möguleikann að hlýnun fari tímabundið yfir viðmið Parísarsamkomulagsins. 24.11.2025 13:22
Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Fyrrverandi ríkisþingmaður Repúblikanaflokksins í Arizona og leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játaði sig sekan um að falsa undirskriftir til stuðnings framboðs síns í fyrra. Hann hafði verið virkur talsmaður stoðlausra samsæriskenninga um meint kosningasvik í forsetakosningunum árið 2020. 24.11.2025 08:27
Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Erlendur eigandi Vélfags er talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna FSB auk þess að tengjast fyrri eiganda fyrirtækisins sem er á þvingunarlista gegn Rússlandi. Þetta kemur fram í rökum utanríkisráðuneytisins fyrir því að synja Vélfagi um framlengingu á undanþágu frá þvingunaraðgerðunum. 21.11.2025 16:13
Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Nauðsynlegt er að ráðast í ítarlega greiningu á áhrifum loftslagsaðgerða stjórnvalda til þess að hægt sé að forgangsraða þeim, að mati verkefnisstjórnar stjórnvalda sem lýsir áhyggjum af fjármögnun aðgerðanna. Forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að draga úr losun um ríflega hálfa milljón tonna koltvísýrings næsta hálfa áratuginn. 21.11.2025 14:09
Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Bandaríska strandgæslan tók af tvímæli í gær um að hakakrossinn og hengingarsnörur væru haturstákn. Það gerði hún í kjölfar frétta um að hún ætlaði ekki lengur að skilgreina þau sem slík heldur „mögulega umdeild“ tákn. 21.11.2025 10:57
Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Stjórnvöld í Venesúela segja að María Corina Machado, friðarverðlaunahafi Nóbels í ár, verði skilgreind sem á flótta undan réttvísinni, ferðist hún til Noregs til að taka við verðlaununum. Þau saka hana um hryðjuverkstarfsemi og hatursáróður. 21.11.2025 10:02
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent