Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Evrópu­ríkjum leyft að nota kol­efni­sjöfnun er­lendis í fyrsta skipti

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði til nýtt markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 90 prósent fyrir árið 2040 í dag. Umdeilt ákvæði um að ríki geti greitt fyrir kolefnisjöfnun í þróunarríkjum til þess að ná markmiðum sínum er í fyrsta skipti að finna í áætluninni.

Boðar arf­taka Dalai Lama

Dalai Lama, trúarlegur leiðtogi Tíbeta, tilkynnti í dag að eftirmaður hans yrði fundinn að honum gengnum. Hann hafði áður gefið til kynna að mögulega yrði hann síðasti maðurinn til þess að gegna hlutverkinu.

Hand­tóku stjórn­endur sjúkra­hússins vegna ætlaðra barns­drápa

Breska lögreglan handtók og yfirheyrði þrjá stjórnendur Greifynjusjúkrahússins í Chester vegna gruns um að þeir gætu borið ábyrgð á dauða barna sem hjúkrunarfræðingur við spítalann var dæmdur sekur um að hafa drepið. Efasemdir hafa komið fram um sekt hjúkrunarfræðingsins og hvort börnin hafi raunverulega verið drepin.

Raf­bíla­sala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum

Nýskráning rafbíla jókst á fyrri helmingi þessa árs eftir mikinn samdrátt vegna niðurfellingar ívilnana í fyrra. Hlutdeild þeirra í nýskráningum er engu að síður ennþá minni en hún var þegar hún var mest árið 2023.

Forsætisráðherra Taílands vikið úr em­bætti

Stjórnlagadómstóll Taílands vék Paetongtarn Shinawatra úr embætti forsætisráðherra vegna ásakaa um að hún hafi brotið siðareglur með símtali við kambódískan embættismann. Paetotongtarn segist ætla að verjast ásökununum.

Mikill minni­hluti telur stjórnar­and­stöðuna standa sig vel

Samfylkingin og Viðreisn eru einu flokkarnir sem fleiri telja hafa staðið sig vel en illa á síðasta þingvetri í skoðanakönnun Maskínu. Mikill minnihluti svarenda telur stjórnarandstöðuflokkanna þrjá hafa staðið sig vel og innan við fimmtungur að Flokkur fólksins hafi gert það.

Sjá meira