
Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum
Danir, sem hafa tekið við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, vilja að sambandið beiti sér af fullum þunga gegn Ungverjalandi vegna áframhaldandi brota gegn grundvallargildum þess. Til greina kemur að svipta Ungverja atkvæðarétti í ákveðnum málum.