Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sextán ára gömul stúlka lést af sárum sínum þegar hestur sem hún teymdi tók skyndilega á rás og dró hana hundruð metra eftir jörðinni við Silkiborg á Jótlandi í morgun. Slysið átti sér stað á kynbótastöð. 30.6.2025 15:41
„Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa aðeins efni á því að missa eitt atkvæði í viðbót ef þeir ætla sér að koma í gegn risavöxnu frumvarpi um stórfelldan niðurskurð og skattalækkanir og þóknast forseta sínum. Ein þingmaður þeirra hefur þegar sagst ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri vegna deilna um efni frumvarpsins. 30.6.2025 14:56
Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Útlit er fyrir að hitabylgjan sem hefur steikt stóran hluta Evrópu síðustu daga nái til fleiri landa þegar líður á vikuna. Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út sums staðar vegna ofsahitans og gróðureldar loga í Tyrklandi. 30.6.2025 12:28
Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Bensínverð á Íslandi hefur lækkað um rúm tvö prósent á sama tíma og olíutunnan hefur lækkað um tíu prósent frá áramótum. Alþýðusamband Íslands segir að lækkun á innkaupaverði olíufélaganna hafi þannig ekki ratað í smásöluverð hér á landi. 30.6.2025 10:56
Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Aleqa Hammond var óvænt kjörin formaður Siamut-flokksins á Grænlandi á aukaaðalfundi um helgina. Hún sagði af sér sem formaður landsstjórnarinnar og var rekin úr flokknum eftir að hún viðurkenndi að hafa dregið sér opinbert fé fyrir áratug. 30.6.2025 08:44
Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Hæstiréttur Bandaríkjanna sló eitt helsta lagalega vopnið úr höndum andstæðinga Bandaríkjaforseta í dag þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að lægri dómsstólar hefðu ekki vald til þess að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans. Dómari sem var á öndverðum meiði sagði niðurstöðuna ógna réttarríkinu í Bandaríkjunum. 27.6.2025 16:01
Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Bandaríkjastjórn átti engan fulltrúa á undirbúningsfundi fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í vikunni í fyrsta skipti frá því að alþjóðlegar viðræður hófust fyrir um þrjátíu árum. Önnur ríki eru sögð hafa fundið fyrir fjarveru þeirra en ekki endilega saknað þeirra. 27.6.2025 14:44
Þriðjungur eyjaskeggja sækir um hæli í Ástralíu vegna loftslagsógnar Rúmur þriðjungur íbúa Kyrrahafsríkisins Túvalú hefur sótt um sérstaka vegabréfsáritun til Ástralíu vegna þeirrar hættu sem eyríkið er í vegna loftslagsbreytinga. Aðeins brot af þeim fjölda getur vænst þess að fá áritun. 27.6.2025 10:18
Umbóta þörf til að halda uppi lífsgæðum á Íslandi að mati OECD Endurskoða þarf ríkisfjármálin, efla grunnmenntun, virkja meira og létta á reglugerðarfargani til þess að tryggja áframhaldandi hagvöxt og lífsgæði á Íslandi, að mati sérfræðinga Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Stofnunin segir sérstakt áhyggjuefni hvað Ísland hefur dregist eftir úr í menntamálum. 26.6.2025 14:32
Setja 150 milljónir aukalega í að aðstoða Palestínumenn Íslensk stjórnvöld ætla að veita 150 milljónum króna aukalega til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrri ríkisstjórn stöðvaði framlög Íslands til stofnunarinnar tímabundið vegna ásakana Ísraela um tengsl hennar við Hamas-samtökin. 26.6.2025 13:34