Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Frambjóðandi líklegs næsta stjórnarflokks Tékklands var tekinn af framboðslistum hans eftir fréttir um að hann hefði rætt um að ráða hund kærustu fyrrverandi eiginmanns hans af dögum. Fréttirnar hafa vakið sérstaka hneykslun þar sem hundahald er óvíða meira en í Tékklandi. 20.8.2025 11:52
Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti í eldi sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar útlit var fyrir að eldurinn væri meiri en hann reyndist svo vera. 20.8.2025 09:01
Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Þingmaður Jafnaðarmannaflokksins lést í finnska þinghúsinu í Helsinki í dag. Finnskir fjölmiðlar segja að þingmaðurinn hafi svipt sig lífi. Forsætisráðherrann segir fréttirnar sláandi. 19.8.2025 13:24
Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Rúmri milljón króna munar á tekjum Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og næsta manns á tekjulista forseta, þingmanna og ráðherra í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins er tekjuhæstur þingmanna. 19.8.2025 13:01
Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Kólumbíska poppsöngkonan Shakira og framleiðandi hennar eru sögð hafa hirt stóran hluta af ágóða HM-lagsins „Waka Waka“ þrátt fyrir að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi sagt að hann rynni allur til góðgerðarmála. Engin svör hafi fengist frá sambandinu um afdrif peninganna. 19.8.2025 11:11
Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Noregs og leiðtogi Framfaraflokksins vill vísa Gretu Thunberg, sænska aðgerðasinnanum, úr landi vegna þess að hún tók þátt í mótmælum við norska olíuhreinsistöð. Forsætisráðherrann hafnar því. 19.8.2025 09:00
Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Samkeppniseftirlitið sektaði Landsvirkjun um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína við verðlagningu á raforku. Fyrirtækið hafi beitt sé gegn minni keppinautum á raforkumarkaði. Landsvirkjun ætlar að kæra ákvörðunina. 18.8.2025 13:09
Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Norskir fjölmiðlar fullyrða að saksóknari hafi ákveðið að ákæra stjúpson Hákons krónprins fyrir fjölda afbrota. Saksóknari ætlar að tilkynna formlega um ákærur á blaðamannafundi í dag. 18.8.2025 11:37
Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Lögreglan í Örebro í Svíþjóð handtók í nótt mann sem er grunaður um að hafa átt aðild að morði fyrir utan mosku í borginni á föstudag. Annað fórnarlamb skotárásarinnar liggur enn sært á sjúkrahúsi. 18.8.2025 10:58
Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Prófessor í lögfræði telur að ástæða geti verið til að meta kostnað heilbrigðiskerfisins vegna fjölgunar efnahagslega óvirkra Evrópubúa hér á landi. Íslensk stjórnvöld veiti erlendum ríkisborgurum greiðari aðgang að sjúkratryggingakerfinu en þeim sé skylt. 16.8.2025 07:02