Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar

Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman.

Göngumaðurinn fannst látinn

Göngumaður sem björgunarsveitir frá Hvolsvelli og Hellu leituðu á Fimmvörðuhálsi fannst látinn í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Ís­lenskur morðingi neitar að hafa brotið á barni

Íslendingurinn Daníel Gunnarsson, sem var á síðasta ári sakfelldur fyrir morð og limlestingu á líki í Bandaríkjunum, neitar sök í öðru máli þar sem hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni.

Segist hafa barist við Kína á Ís­landi og borið sigur úr býtum

„Þetta er Jeff Gunter: vinnuveitandi, læknir og fjölskyldumaður. Sem sendiherra barðist hann við Kína og vann. Þegar mikið var í húfi valdi Trump Gunter til að koma fram fyrir hönd Bandaríkjanna. Nú býður Gunter sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings til að berjast enn og aftur fyrir málstaðnum um að setja Ameríku í fyrsta sæti. Hann mun þurrka upp fenið og berjast við öfgafullan „Woke“-boðskap Demókrata. Kjóstu 110 prósent stuðningsmann Trump, sendiherrann Jeff Gunter.“

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ákveði Katrín Jakobsdóttir að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands er líklegt að hún tilkynni það fyrir helgi og segi um leið af sér embætti forsætisráðherra. Formenn hinna stjórnarflokkanna telja stjórnarsamstarfið geta haldið áfram en ekki yrði öruggt hvernig spilaðist úr stöðunni.

Shakira hjólar í Barbie

Kolumbíska poppstjarnan Shakira er ekki hrifin af Barbie-kvikmyndinni. Hún vill meina að myndin dragi úr karlmennsku og ræni karlmönnum möguleikanum á því að vera karlmenn.

Jón tveimur mínútum fljótari að safna en Baldur

Jón Gnarr, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt fyrr í kvöld, er búinn að safna meðmælunum sem þarf til að bjóða sig fram til forseta. Þetta staðfestir Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns, í samtali við fréttastofu.

Sjá meira