Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Kolbeinn Tumi Daðason og Jón Þór Stefánsson skrifa 29. desember 2024 02:06 Flugvélin rann á flugbrautinni áður en hún hafnaði á vegg. EPA 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. Af þeim látnu eru að minnsta kosti 82 karlar og 93 konur. Þá hefur ekki tekist að segja til um kyn nokkurra hinna látnu. Hinir látnu eru sagðir vera á breiðu aldursbili. Yngsti einstaklingurinn var þriggja ára, en sá elsti 78 ára. Flestir farþegarnir voru kóreskir, en í vélinni voru líka tveir Taílendingar. Samkvæmt BBC eru rúmlega 1500 viðbragðsaðilar við vinnu á vettvangi, þar með taldir um fimm hundruð slökkviliðsmenn og tæplega fimm hundruð lögreglumenn. Flugvélin rann út af flugbrautinni og hafnaði á vegg á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta landsins. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. An aircraft carrying 175 passengers and six flight attendants has veered off the runway and crashed into a fence in South Korea, the Yonhap news agency reported on Sunday pic.twitter.com/WlHJXVrLGp https://t.co/Q7uiankZif— IamLegend 🇺🇸 (@DarkSideAdvcate) December 29, 2024 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Boeing 737-800 og á vegum suður-kóreska flugfélagsins Jeju Air, en það mun vera vinsælasta lággjaldaflugfélag Suður-Kóreu. Vélin var að lenda í Muan eftir flug frá Bangkok Taílandi. Greint var frá því fyrr í nótt að 175 farþegar hefðu verið um borð og sex starfsmenn flugfélagsins. Líklegt þykir að þetta verði mannskæðasta flugslys í Sögu Suður-Kóreu. Telja hóp fugla spila inn í Ástæður flugslyssins liggja ekki nákvæmlega fyrir en talið er að slæmt veður og að fuglahópur hafi orðið til þess að lendingabúnaðurinn virkaði ekki sem skildi. Ju Jong-wan, samgöngu- og innviðaráðherra Suður-Kóreu hefur hafnað því að slysið hafi orðið vegna þess að flugbrautin í Muan sé stutt. Að sögn ráðherrans barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti. Um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við flokki fugla. New York Times hefur eftir Najmedin Meshkati, prófessor í verkfræði, að mögulegt sé að lendingarbúnaður vélarinnar hafi ekki virkað vegna ófullnægjandi viðhalds. Hann segir að lendingarbúnaður Boeing 737-línunnar sé sögulega séð góður. Fréttin hefur verið uppfærð reglulega frá fyrstu birtingu með nánari upplýsingum um slysið og tölu látinna. Suður-Kórea Taíland Fréttir af flugi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Af þeim látnu eru að minnsta kosti 82 karlar og 93 konur. Þá hefur ekki tekist að segja til um kyn nokkurra hinna látnu. Hinir látnu eru sagðir vera á breiðu aldursbili. Yngsti einstaklingurinn var þriggja ára, en sá elsti 78 ára. Flestir farþegarnir voru kóreskir, en í vélinni voru líka tveir Taílendingar. Samkvæmt BBC eru rúmlega 1500 viðbragðsaðilar við vinnu á vettvangi, þar með taldir um fimm hundruð slökkviliðsmenn og tæplega fimm hundruð lögreglumenn. Flugvélin rann út af flugbrautinni og hafnaði á vegg á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta landsins. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. An aircraft carrying 175 passengers and six flight attendants has veered off the runway and crashed into a fence in South Korea, the Yonhap news agency reported on Sunday pic.twitter.com/WlHJXVrLGp https://t.co/Q7uiankZif— IamLegend 🇺🇸 (@DarkSideAdvcate) December 29, 2024 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Boeing 737-800 og á vegum suður-kóreska flugfélagsins Jeju Air, en það mun vera vinsælasta lággjaldaflugfélag Suður-Kóreu. Vélin var að lenda í Muan eftir flug frá Bangkok Taílandi. Greint var frá því fyrr í nótt að 175 farþegar hefðu verið um borð og sex starfsmenn flugfélagsins. Líklegt þykir að þetta verði mannskæðasta flugslys í Sögu Suður-Kóreu. Telja hóp fugla spila inn í Ástæður flugslyssins liggja ekki nákvæmlega fyrir en talið er að slæmt veður og að fuglahópur hafi orðið til þess að lendingabúnaðurinn virkaði ekki sem skildi. Ju Jong-wan, samgöngu- og innviðaráðherra Suður-Kóreu hefur hafnað því að slysið hafi orðið vegna þess að flugbrautin í Muan sé stutt. Að sögn ráðherrans barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti. Um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við flokki fugla. New York Times hefur eftir Najmedin Meshkati, prófessor í verkfræði, að mögulegt sé að lendingarbúnaður vélarinnar hafi ekki virkað vegna ófullnægjandi viðhalds. Hann segir að lendingarbúnaður Boeing 737-línunnar sé sögulega séð góður. Fréttin hefur verið uppfærð reglulega frá fyrstu birtingu með nánari upplýsingum um slysið og tölu látinna.
Suður-Kórea Taíland Fréttir af flugi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira