Veður

Út­lit fyrir snjó­komu vestast

Jón Þór Stefánsson skrifar
Víða verður fjögurra til fimmtán stiga frost á Gamlársdag.
Víða verður fjögurra til fimmtán stiga frost á Gamlársdag. Vísir/Vilhelm

Minnkandi norðanátt er í dag og búist er við því að það dragi úr éljum og að áfram verði bjart um sunnanvert landið. Þá er harðnandi frost og í kvöld er útlit fyrir snjókmu vestast á landinu, en líklega mun hún einungis standa yfir í nokkra klukkutíma.

Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar.

Þar segir að búist sé við dálitilum éljum austast á Gamlársdag og mögulega við norðurströndina líka, en að annars verði víða bjart veður. Vindáttin verði norðlæg, yfirleitt á bilinu 5 til 13.

„Hins vegar mun kuldaboli bíta og má búast við að frostið fari niðurfyrir 20 stigin inn til landsins fyrir norðan. Annars staðar verður einnig kalt, víða 4 til 15 stiga frost.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×