Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Seldi í­búðina og keypti Bitcoin í staðinn

Bergþór Másson, athafnamaður, hlaðvarpsstjórnandi, lífskúnster og umboðsmaður hefur selt íbúð sína og tekið ákvörðun um að leigja í staðinn. Hann telur að peningum sínum sé betur borgið í öðrum fjárfestingarkostum en fasteignum, og hefur hann meðal annars verið ötull talsmaður rafmynta.

Í­búðum í byggingu fækkar

Alls urðu 1.662 íbúðir fullbúnar á fyrri helmingi ársins, sem er álíka mikill fjöldi og á sama tíma í fyrra. Íbú'um í byggingu hefur fækkað, þar sem nýjar framkvæmdir hefjast ekki með sama hraða og þeim sem eru að ljúka.

Hóta að loka svæðinu við Selja­lands­foss

Heilbrigðisnefnd Suðurlands áformar að krefjast lokunar rekstrar Seljalandsfoss ehf. innan mánaðar, þar sem ekki liggur fyrir heimild fyrir salernisgámum á svæðinu samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

Á­hrifa­rík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“

Beggi Ólafs, áhrifavaldur, fyrirlesari og doktorsnemi í sálfræði, varð þess heiðurs aðnjótandi að flytja erindi á Tedx ráðstefnu á dögunum. Áhrifaríkt erindið fjallaði meðal annars um það hvernig maður þarf að segja skilið við gamlar sjálfsmyndir til að þroskast og stíga betur inn í sjálfan sig.

„For­sætis­ráð­herra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir áhugavert að hlusta á forsætisráðherra, sem hann segir búinn að koma Alþingi „fullkomlega í skurðinn,“ útskýra fyrir þinginu hvernig þetta hefur verið. „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið,“ sagði Guðlaugur ákveðinn.

„Al­var­leg yfir­lýsing frá for­manni flokks“

Guðrún Hafsteinsdóttir segir að forseti Alþingis hafi ekki upplýst um lengd þingfundar í gær, og spurði forseta af hverju ekkert samtal hefði átt sér stað milli forseta og varaforseta þess efnis. Kristrún Frostadóttir segir að allir sem þekki til þingstarfa eigi að vita að varaforsetar slíti ekki fundi nema eftir samtal við forseta.

Sauð upp úr þegar Bryn­dís sagði Hildi fylgja vinnu­reglum

Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt.

Sjá meira