Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stærsti olíu- og gas­fundur olíurisa í 25 ár

Breska orkufyrirtækið BP, þriðja stærsta orkufyrirtæki heims, hefur tilkynnt um stærsta olíu- og gasfund þeirra á þessari öld við austurströnd Brasilíu. Fundurinn er sá stærsti hjá fyrirtækinu síðan gaslindir við Shah Deniz í Kaspíahafi voru uppgötvaðar 1999.

Boðar „norsku leiðina“ í út­lendinga­málum

Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli.

Ný verð­skrá kinda­kjöts von­brigði fyrir sauðfjár­bændur

Deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands lýsir yfir vonbrigðum með þau afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi haust. Formaður stjórnar segir vonbrigði að afurðaverð fylgi ekki verðlagi í landinu og segir verð fyrir dilkakjöt ekki standa undir þeim kostnaði sem falli til við framleiðsluna, jafnvel að teknu tilliti til stuðningskerfa.

Fundu engan hvíta­björn

Enginn hvítabjörn fannst í eftirlitsflugi á Hornströndum fyrr í dag á vegum Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar á Vestfjörðum.

„Hann skilar al­gjör­lega auðu í náttúru­verndar­málum“

Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru.

Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit

Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað vestur á firði á tíunda tímanum í morgun þar sem hún mun sinna hvítabjarnareftirliti í samstarfi við lögregluna á Vestfjörðum.

Tjald­svæði á Norður­landi óðum að fyllast

Tjaldsvæði víða á Norðurlandi, þar sem besta veðrinu er spáð um helgina, eru óðum að fyllast. Tjaldsvæðavörður í Vaglaskógi segir að brjálað hafi verið að gera í bókunum síðustu tvo daga og ljóst sé að margir ætli sé að elta góða veðrið um helgina.

Fólk varist dúfur í Vest­manna­eyjum

Matvælastofnun hefur borist tilkynning um óeðlilegan fjölda dauðra dúfna í Vestmannaeyjum. Almenningi er ráðið frá því að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna, eða nálgast fugla sem virðast óeðlilega gæfir.

Múhameð eykur for­skotið og enginn nefndur Keir

Enginn nýburi var nefndur Keir í Bretlandi í fyrra, í fyrsta sinn síðan farið var að skrásetja gögn þess efnis. Múhameð var vinsælasta strákanafnið annað árið í röð, en meðal stúlkna var það Olivia sem var vinsælast.

Sjá meira