VÍS tapar 278 milljónum króna Tryggingafélagið VÍS tapaði 278 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við hagnað upp á 354 milljónir á sama tímabili 2016. Það skýrist af neikvæðri afkomu af fjárfestingastarfsemi félagsins sem helgast einkum af óhagstærði þróun á innlendum hlutabréfamörkuðum. 25.10.2017 16:19
Hagnaður Símans minnkar um 20 prósent á þriðja fjórðungi Hagnaður Símans á þriðja ársfjórðungi 2017 nam 905 milljónum króna samanborið við 1.128 milljónir á sama tímabili árið áður. Þá námu tekjur félagsins tæplega 7 milljörðum króna á fjórðungnum og drógust saman um liðlega 300 milljónir á milli ára. 25.10.2017 16:00
Félag Friðriks hagnast um 5,4 milljarða eftir sölu á Invent Farma Félag Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda og fyrrverandi stjórnarformanns Invent Farma, skilaði tæplega 5,4 milljarða króna hagnaði í fyrra. Friðrik átti rúmlega 27 prósenta hlut í spænska lyfjafyrirtækinu. 25.10.2017 08:30
Vilhjálmur kaupir í Kviku banka Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, hefur eignast 1,25 prósenta hlut í Kviku sem gerir hann að þrettánda stærsta hluthafanum í fjárfestingabankanum. 25.10.2017 08:00
Eigendur Atlantsolíu undirbúa sölu á fyrirtækinu Eigendur Atlantsolíu, þeir Guðmundur Kjærnested og Brandon Rose, skoða nú sölu á öllu hlutafé félagsins. Ákvörðun um hvort farið verði í opið söluferli tekin á næstu vikum. Áætlanir gera ráð fyrir að EBITDA-hagnaður Atlantsolíu verði 500 milljónir á þessu ári. 25.10.2017 07:30
Móðurfélag Toyota á Íslandi kaupir meirihluta í Kraftvélum Gengið hefur verið frá kaupum UK fjárfestinga ehf., sem er móðurfélag Toyota á Íslandi, á 85 prósenta hlut í Kraftvélum og Kraftvélaleigunni. Kraftvélar eru þar með orðnar systurfélag Toyota á Íslandi og Toyota Kauptúni. 23.10.2017 14:33
Að blekkja Skattheimta á Íslandi er ein sú mesta á meðal þróaðri ríkja. Af umræðunni að dæma í aðdraganda kosninga mætti samt halda annað. Í stað þess að kosningarnar snúist um glórulausar hugmyndir um að auka verulega ríkisútgjöld á toppi hagsveiflunnar, með tilheyrandi skattahækkunum á almenning, væri fremur tilefni til að ræða um hvernig megi sýna meiri ráðdeild og sparnað í ríkisrekstri. Því fer hins vegar fjarri. 20.10.2017 06:00
Davíð Stefánsson til Akta sjóða Davíð Stefánsson, sem starfaði áður hjá ráðgjafafyrirtækinu PJT Partners í London, hefur verið ráðinn til Akta sjóða. 18.10.2017 11:38
Félag Svanhildar Nönnu með 3,5 milljarða í eigið fé Félagið K2B fjárfestingar ehf., sem er í eigu Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur fjárfestis, skilaði rúmlega 25 milljóna króna hagnaði í fyrra borið saman við 360 milljóna króna hagnað árið áður. 18.10.2017 10:30
Hátekju- og eignaskattur dugar skammt upp í tugmilljarða útgjaldaloforð Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5 til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tugmilljarða kosningaloforð ekki fjármögnuð nema með hækkun skatta á almenning. Lektor við HR segir fjármögnun útgjaldahækkana þurfa liggja skýrt fyrir. 18.10.2017 07:15