Eyland Hörður Ægisson skrifar 26. október 2018 08:00 Markaðurinn getur vissulega oft verið skrýtin skepna. Sú þróun sem við höfum orðið vitni að síðustu vikur og mánuði – hlutabréfaverð fer lækkandi, gengið fellur og verðbólguálag hækkar – ætti hins vegar að koma fáum á óvart. Þrátt fyrir að engar undirliggjandi efnahagsforsendur réttlæti þá miklu og vaxandi svartsýni sem nú einkennir um margt stjórnendur fyrirtækja og fjárfesta þá eru fjármálamarkaðir framsýnir og stjórnast af væntingum um þróun efnahagsmála. Öll óvissa, líkt og við sjáum núna vegna stöðunnar á vinnumarkaði, er eitur í beinum fjárfesta. Eftir að kröfugerð verkalýðsfélaganna leit dagsins ljós hefur sú óvissa aukist til muna enda eru kröfurnar með slíkum ólíkindum að það tekur nánast engu tali. Ómögulegt er að sjá hvernig þær geta verið grundvöllur að viðræðum um kjarasamninga sem fela í sér raunverulegar kjarabætur. Það eru ekki aðeins fjárfestar sem eru að reyna að lágmarka skaðann af þeirri hringrás gengisveikingar, aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta sem nú er útlit fyrir að sé að hefjast. Heimilin óttast einnig afleiðingarnar af bólgnum kjarasamningum um innistæðulausar launahækkanir. Þau eru því farin að bregðast við með því að skuldbreyta verðtryggðum fasteignalánum í óverðtryggð á föstum vöxtum til að verja sig gagnvart mögulegu verðbólguskoti. Engan skal undra. Umræðan í aðdraganda kjarasamninga er nefnilega farin að taka á sig æ skrýtnari mynd þar sem staðreyndir virðast ekki skipta máli og efnislegri gagnrýni er svarað með skætingi og útúrsnúningum. Staðan er ískyggileg. Verkalýðshreyfingunni er nú stýrt af lýðskrumurum og fólki sem aðhyllist marxískar kennisetningar um viðvarandi stéttastríð milli atvinnurekenda og launafólks. Sameiginlega hafa þau vakið falsvonir á meðal almennings um að hægt sé að ná fram stórfelldum launahækkunum án þess að nokkuð muni gefa eftir. Í krafti valdastöðu sinnar sem leiðtogar helstu stéttarfélaga landsins hefur málflutningur þeirra, sem allajafna ætti að afgreiða sem jaðarskoðun sem engum bæri að taka alvarlega, fengið mun meira vægi í almennri umræðu en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Það er þess vegna ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt að mun fleiri – stjórnendur fyrirtækja, stjórnmálamenn og núverandi og fyrrverandi áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni – stígi fram og bendi á ruglið. Með sama framhaldi, þar sem sjálfskipuðum byltingarsinnum með takmarkað umboð á bak við sig, hálfgert eyland, er leyft að einoka umræðuna án mótspyrnu, stefnir að öðrum kosti í óefni. Stóra myndin er þessi. Á Íslandi eru meðallaun og lágmarkslaun ein þau hæstu sem þekkjast á meðal OECD-ríkja. Ólíkt Íslendingum þá dettur engum í hug í okkar nágrannaríkjum að semja um almennar launahækkanir sem eru í engu samræmi við framleiðni. Þannig var í Noregi nýlega samið um tæplega tveggja prósenta nafnlaunahækkun. Af hverju? Af því að þar ríkir sameiginlegur skilningur á því að atvinnulífið stæði ekki undir meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Sömu sjónarmið eiga nú við hér á landi. Þótt Ísland sé eyríki á norðurhveli jarðar þá eigum við í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl og fjármagn. Hvernig Íslandi reiðir af í þeirri samkeppni, einkum útflutningsfyrirtækjunum, ákvarðar þá verðmætasköpun sem er til skiptanna hverju sinni. Ef við ákveðum að skeyta ekkert um þessi hagfræðilegu lögmál þá verður niðurstaðan enn ein efnahagslega kollsteypan. Þetta er ekki flókið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Markaðurinn getur vissulega oft verið skrýtin skepna. Sú þróun sem við höfum orðið vitni að síðustu vikur og mánuði – hlutabréfaverð fer lækkandi, gengið fellur og verðbólguálag hækkar – ætti hins vegar að koma fáum á óvart. Þrátt fyrir að engar undirliggjandi efnahagsforsendur réttlæti þá miklu og vaxandi svartsýni sem nú einkennir um margt stjórnendur fyrirtækja og fjárfesta þá eru fjármálamarkaðir framsýnir og stjórnast af væntingum um þróun efnahagsmála. Öll óvissa, líkt og við sjáum núna vegna stöðunnar á vinnumarkaði, er eitur í beinum fjárfesta. Eftir að kröfugerð verkalýðsfélaganna leit dagsins ljós hefur sú óvissa aukist til muna enda eru kröfurnar með slíkum ólíkindum að það tekur nánast engu tali. Ómögulegt er að sjá hvernig þær geta verið grundvöllur að viðræðum um kjarasamninga sem fela í sér raunverulegar kjarabætur. Það eru ekki aðeins fjárfestar sem eru að reyna að lágmarka skaðann af þeirri hringrás gengisveikingar, aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta sem nú er útlit fyrir að sé að hefjast. Heimilin óttast einnig afleiðingarnar af bólgnum kjarasamningum um innistæðulausar launahækkanir. Þau eru því farin að bregðast við með því að skuldbreyta verðtryggðum fasteignalánum í óverðtryggð á föstum vöxtum til að verja sig gagnvart mögulegu verðbólguskoti. Engan skal undra. Umræðan í aðdraganda kjarasamninga er nefnilega farin að taka á sig æ skrýtnari mynd þar sem staðreyndir virðast ekki skipta máli og efnislegri gagnrýni er svarað með skætingi og útúrsnúningum. Staðan er ískyggileg. Verkalýðshreyfingunni er nú stýrt af lýðskrumurum og fólki sem aðhyllist marxískar kennisetningar um viðvarandi stéttastríð milli atvinnurekenda og launafólks. Sameiginlega hafa þau vakið falsvonir á meðal almennings um að hægt sé að ná fram stórfelldum launahækkunum án þess að nokkuð muni gefa eftir. Í krafti valdastöðu sinnar sem leiðtogar helstu stéttarfélaga landsins hefur málflutningur þeirra, sem allajafna ætti að afgreiða sem jaðarskoðun sem engum bæri að taka alvarlega, fengið mun meira vægi í almennri umræðu en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Það er þess vegna ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt að mun fleiri – stjórnendur fyrirtækja, stjórnmálamenn og núverandi og fyrrverandi áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni – stígi fram og bendi á ruglið. Með sama framhaldi, þar sem sjálfskipuðum byltingarsinnum með takmarkað umboð á bak við sig, hálfgert eyland, er leyft að einoka umræðuna án mótspyrnu, stefnir að öðrum kosti í óefni. Stóra myndin er þessi. Á Íslandi eru meðallaun og lágmarkslaun ein þau hæstu sem þekkjast á meðal OECD-ríkja. Ólíkt Íslendingum þá dettur engum í hug í okkar nágrannaríkjum að semja um almennar launahækkanir sem eru í engu samræmi við framleiðni. Þannig var í Noregi nýlega samið um tæplega tveggja prósenta nafnlaunahækkun. Af hverju? Af því að þar ríkir sameiginlegur skilningur á því að atvinnulífið stæði ekki undir meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Sömu sjónarmið eiga nú við hér á landi. Þótt Ísland sé eyríki á norðurhveli jarðar þá eigum við í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl og fjármagn. Hvernig Íslandi reiðir af í þeirri samkeppni, einkum útflutningsfyrirtækjunum, ákvarðar þá verðmætasköpun sem er til skiptanna hverju sinni. Ef við ákveðum að skeyta ekkert um þessi hagfræðilegu lögmál þá verður niðurstaðan enn ein efnahagslega kollsteypan. Þetta er ekki flókið.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar