Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rað­morðingi játar að hafa myrt allt að 42 konur

Lögregluyfirvöld í Kenía hafa handtekið raðmorðingja sem er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti níu konur hvers líkamsleifar fundust í námu í höfuðborginni Naíróbí, þar sem sorp var losað.

Katrínu tekið fagnandi á Wimbledon

Viðstaddir stóðu á fætur og klöppuðu Katrínu lof í lófa þegar prinsessan mætti á úrslitaviðureign Carlos Alcaraz og Novak Djokovic á Wimbledon í gær.

Á­varpaði þjóðina og hvatti menn til að „kæla“ orð­ræðuna

Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði bandarísku þjóðina frá Hvíta húsinu í gærkvöldi og hvatti til samstöðu gagnvart sundrung og reiði. Hann sagði of mikinn hita og reiði einkenna pólitíska orðræðu í landinu og hvatti menn til að „kæla hana niður“.

Hand­tekinn grunaður um rán og frelsis­sviptingu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur rán og frelsissviptingu til rannsóknar en einn var handtekinn í gær í tengslum við málið. Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

Freista þess að koma í veg fyrir Euro­vision með íbúakosningu

Kristilegi íhaldsflokkurinn Eidgenössisch-Demokratische Union (EDU) hyggst freista þess að koma í veg fyrir að Eurovision fari fram í Sviss á næsta ári, með því að knýja fram íbúakosningar um fjárveitingar til þeirra borga sem vilja halda keppnina.

Erfitt að skiljast ekki að í á­tökunum og þúsunda saknað

Samkvæmt Alþjóðanefnd Rauða krossins hafa nefndinni borist tilkynningar um 6.400 einstaklinga sem enn er saknað á Gasa. Talið er að margir af þeim hafi grafist undir rústum, verið jarðsettir í ómerktum gröfum eða séu í haldi Ísraelsmanna.

Sjá meira