56 prósent Demókrata vilja að Biden stígi til hliðar Tveir af hverju þremur Bandaríkjamönnum segir Joe Biden Bandaríkjaforseta eiga að draga sig í hlé í forsetakosningunum vestanhafs. Alls eru 56 prósent Demókrata sama sinnis og sjö af hverjum tíu óháðum. 11.7.2024 11:54
Macron hvetur til samstöðu en virðist útiloka Mélenchon Emmanuel Macron hefur ritað opið bréf til Frakka þar sem hann hvetur pólitíska leiðtoga landsins til að taka sig saman og mynda meirihlutabandalag þjóðinni til heilla. 11.7.2024 11:07
Eldunarolía og eldsneyti flutt í sömu tankbifreiðunum án þrifa Mikil reiði er sögð hafa brotist út í Kína eftir að greint var frá því að stórfyrirtæki hefðu brotið lög og reglur með því að flytja olíu til eldunar og eldsneyti í sömu tankbifreiðunum, án þess að þrífa þær á milli. 11.7.2024 08:47
Réttarhöld hafin yfir Alec Baldwin Réttarhöld yfir leikaranum Alec Baldwin hófust í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í gær en hann er sakaður um manndráp af gáleysi. Hann á yfir höfði sér 18 mánaða fangelsi ef hann verður fundinn sekur. 11.7.2024 07:48
Stjórnvöld í Kína harðlega gagnrýnd í ályktun Nató-fundarins Stjórnvöld í Kína eru með virkum hætti að greiða fyrir hernaði Rússa í Úkraínu, segja leiðtogar Atlantshafsbandalagsins í ályktun eftir fund þeirra í Washington. 11.7.2024 06:55
Var að ónáða fólk og taka af því myndir Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt þar sem óskað var aðstoðar vegna einstaklings sem var sagður vera að ónáða fólk og taka af því myndir. 11.7.2024 06:21
Ísraelsher hvetur íbúa Gasa-borgar til að yfirgefa borgina Ísraelsher hefur hvatt alla íbúa í Gasa-borg til að yfirgefa borgina þar sem hún sé nú hættulegt átakasvæði. Tvær flóttaleiðir eru merktar á kortum sem var dreift úr flugvél, sem liggja að tjaldbúðum í Deir al-Balah og al-Zawaida. 10.7.2024 12:52
Lögregla leitar manns með lásboga eftir dauða þriggja kvenna Lögregluyfirvöld í Hertfordshire á Englandi leita nú manns sem þau segja mögulega vopnaðan lásboga. Hafa þau varað fólk við því að nálgast mannninn ef hann verður á vegi þeirra. 10.7.2024 11:12
Trump ræðst gegn Harris og beinir athygli að Rubio Donald Trump virðist nú undirbúa sig undir það að Joe Biden muni mögulega stíga til hliðar og að varaforsetinn Kamala Harris verði forsetaefni Demókrata í hans stað. 10.7.2024 10:44
Írsk kona ákærð fyrir sjálfsvígstilraun og áfengisneyslu í Dubai Ung írsk kona hefur verið ákærð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrir tilraun til sjálfsvígs. Stjórnvöld á Írlandi hyggjast beita sér fyrir lausn hennar. 10.7.2024 07:49