Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19.4.2021 11:22
Fleiri en tuttugu greindust með Covid-19 í gær Fleiri en 20 Covid-19 smit greindust í gær, að sögn Runólfs Pálssonar yfirlæknis Covid-19 göngudeildar Landspítalans. Hann greindi frá þessu í Morgunútvarpi Rásar 2. 19.4.2021 08:24
Von á nýjum tölum um hraunflæðið í dag Vísindamenn á vegum Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnunar flugu yfir gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli í gær og gerðu mælingar. Von er á nýjum tölum um hraunflæði, rúmmál og flatarmál síðar í dag. 19.4.2021 08:06
Helmingur fengið bóluefni en dregur úr aðsókn Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því um helgina að helmingur Bandaríkjamanna eldri en 18 ára hefði fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. 19.4.2021 07:33
Leiðtogi Sinn Féin biðst afsökunar á morðinu á Mountbatten lávarði Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, hefur beðist afsökunar á dauða Mountbatten lávarðs, frænda hertogans af Edinborg. Mountbatten var myrtur af Írska lýðveldishernum (IRA) árið 1979. 19.4.2021 06:47
Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16.4.2021 14:02
Hafa gefið út „opnunartíma“ fyrir gosstöðvarnar um helgina Sama fyrirkomulag verður við gosstöðvarnar í dag og um helgina og verið hefur undanfarna daga. Gossvæðið verður vaktað af lögreglu og björgunarsveitum frá kl. 12 á hádegi og fram til miðnættis en svæðinu lokað kl. 21 og rýmt kl. 23. 16.4.2021 08:18
Átta sagðir látnir í skotárás í Indianapolis Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás í Indianapolis í Bandaríkjunum og margir særðir. Vitni segjast hafa heyrt skothvelli á starfsstöðvum FedEx og einn segist hafa séð mann hleypa af sjálfvirku skotvopni. 16.4.2021 07:12
Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16.4.2021 06:37