Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði. 1.6.2021 08:10
Hafa gefið bólusettum 1,5 milljón kleinurhringi og eru rétt að byrja Kleinuhringjakeðjan Krispy Kreme hefur gefið 1,5 milljón kleinuhringi til bólusettra einstaklinga. Keðjan tilkynnti í mars síðastliðnum að allir Bandaríkjamenn sem hefðu þegið bólusetningu ættu kost á því að fá einn ókeypis kleinuhring á dag út árið. 1.6.2021 08:01
Mannanafnanefnd samþykkir Gosa og Egilínu Mannanafnanefnd samþykkti á dögunum eiginnöfnin Gosi og Egilína. Þá geta foreldrar nú nefnt börn sín Haron og Martel, samkvæmt úrskurðum nefndarinnar. 1.6.2021 07:08
Sagðist ekki hefðu stolið af barni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á vettvang um klukkan 22 í gærkvöldi vegna þjófnaðar á rafmagnshlaupahjóli. Atvik máls voru á þá leið að eigandi hjólsins, sem var tíu ára, hafði farið inn í verslun og skilið hjólið eftir fyrir utan. 1.6.2021 06:27
Lögreglumenn óku um borgina og skutu saklausa borgara Átta lögreglumenn óku um Kampala í Úganda í nóvember síðastliðnum og skutu á almenna borgara. Að minnsta kosti fjórir létust og fleiri særðust. Aftökurnar voru framkvæmdar undir yfirskini aðgerða gegn mótmælendum. 31.5.2021 13:33
Enginn greindist með Covid-19 í gær Enginn greindist með Covid-19 síðastliðinn sólarhring. 31.5.2021 11:11
Kínverjar mega nú eignast þrjú börn Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að heimila pörum að eignast þrjú börn. Breytingin var samþykkt af forsetanum Xi Jinping á fundi miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins. 31.5.2021 08:18
Óléttar konur fá misvísandi skilaboð og upplifa óvissu Óléttar konur verða að meta það sjálfar hvort þær kjósa að láta bólusetja sig gegn Covid-19, að teknu tilliti til áhættuþátta. Íslenskar leiðbeiningar eru ekki afdráttarlausar, enda takmarkaðar rannsóknir fyrir hendi. 31.5.2021 07:39
FlyOver Iceland, bensínstöðvarnar og KFC vinsæl meðal ferðagjafahafa FlyOver Iceland var það fyrirtæki sem hagnaðist mest á ferðagjöfinni svokölluðu en KFC reyndist vinsælasti matsölustaðurinn meðal ferðagjafareigenda. Frestur til að nýta ferðagjöf ársins 2020 rennur út á morgun en þá fá landsmenn nýja ferðagjöf sem gildir út ágúst. 31.5.2021 07:08
Nöfn dregin úr potti þegar forgangshópar hafa verið bólusettir Um 13.300 manns verða bólusettir gegn Covid-19 í vikunni, með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Þá eru 20.000 skammtar af bóluefninu frá Pfizer á leið til landsins og von á álíka stórum sendingum allar vikur í júní. 31.5.2021 06:43