Hafa gefið bólusettum 1,5 milljón kleinurhringi og eru rétt að byrja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júní 2021 08:01 Forsvarsmenn Krispy Kreme gera ráð fyrir að gefa milljónir kleinuhringja á árinu. Kleinuhringjakeðjan Krispy Kreme hefur gefið 1,5 milljón kleinuhringi til bólusettra einstaklinga. Keðjan tilkynnti í mars síðastliðnum að allir Bandaríkjamenn sem hefðu þegið bólusetningu ættu kost á því að fá einn ókeypis kleinuhring á dag út árið. Dave Skena, framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Krispy Kreme, segist gera ráð fyrir því að keðjan muni gefa milljónir kleinuhringja á árinu en nú þegar hefur helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Til að fá kleinuhring án greiðslu á næsta afgreiðslustað þarf fólk að hafa fengið einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 og getað framvísað vottorði því til sönnunar. Krispy Kreme er eitt af nokkrum fjölda fyrirtækja sem hafa ákveðið að verðlauna bólusetta Bandaríkjamenn til að hvetja fleiri til að þiggja bólusetningu. Þannig hefur Budweiser heitið ókeypis bjór, Junior's Cheesecake ókeypis ostaköku og Nathan's Hot Dogs ókeypis pylsum. Þá hafa mörg fyrirtæki boðið starfsmönnum sínum bónusa eða frí gegn því að þeir láti bólusetja sig. Samkvæmt CNN á Krispy Kreme nokkuð undir í almannatengslum þessi misserin þar sem fyrirtækið er sagt stefna á skráningu í kauphöll. Þá hefur keðjan verið að færa út kvíarnar og opnaði meðal annars risastóra verslun í New York á dögunum. Þar er að finna glassúrfoss, 24 stunda lúguþjónustu og áhorfendabekki þar sem áhugasamir geta fylgst með því hvernig kleinuhringirnir víðfrægu verða til. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Dave Skena, framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Krispy Kreme, segist gera ráð fyrir því að keðjan muni gefa milljónir kleinuhringja á árinu en nú þegar hefur helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Til að fá kleinuhring án greiðslu á næsta afgreiðslustað þarf fólk að hafa fengið einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 og getað framvísað vottorði því til sönnunar. Krispy Kreme er eitt af nokkrum fjölda fyrirtækja sem hafa ákveðið að verðlauna bólusetta Bandaríkjamenn til að hvetja fleiri til að þiggja bólusetningu. Þannig hefur Budweiser heitið ókeypis bjór, Junior's Cheesecake ókeypis ostaköku og Nathan's Hot Dogs ókeypis pylsum. Þá hafa mörg fyrirtæki boðið starfsmönnum sínum bónusa eða frí gegn því að þeir láti bólusetja sig. Samkvæmt CNN á Krispy Kreme nokkuð undir í almannatengslum þessi misserin þar sem fyrirtækið er sagt stefna á skráningu í kauphöll. Þá hefur keðjan verið að færa út kvíarnar og opnaði meðal annars risastóra verslun í New York á dögunum. Þar er að finna glassúrfoss, 24 stunda lúguþjónustu og áhorfendabekki þar sem áhugasamir geta fylgst með því hvernig kleinuhringirnir víðfrægu verða til.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira