Frelsaði fórnarlömb Auschwitz 21 árs og varð síðar heimsþekktur skylmingakappi „Þau stóðu þarna, öll í fangaklæðum... augu, bara augu; þetta var hræðilegt, alveg hræðilegt.“ Þannig lýsti David Dushman aðkomunni þegar hann og félagar hans óku niður gaddavírsgirðingarnar í Auschwitz 27. janúar 1945. 7.6.2021 08:30
Efast um að sögulegt skattasamkomulag nái til Amazon Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að netsölurisinn Amazon muni komast hjá því að greiða umtalsvert hærri skatta á helstu viðskipasvæðum sínum ef sögulegt samkomulag leiðtoga G7-ríkjanna stendur óbreytt. 7.6.2021 07:57
Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar á skiptimynt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um kl. 2 í nótt vegna þjófnaðar á skiptimynt. Íbúðareigandi hafði kynnst meintum þjófum skömmu áður og boðið þeim heim en þeir hlaupið á brott með myntina. 7.6.2021 07:17
Neysla kókaíns jókst um helming fyrir Covid-19 en dróst aftur saman í fyrstu bylgju Neysla kókaíns í höfuðborginni jókst um meira en helming frá því í febrúar 2017 til apríl 2019. Hún dróst hins vegar saman um 60 prósent í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. 7.6.2021 06:40
Býðst til að segja af sér vegna barnaníðsmála innan kirkjunnar í Þýskalandi Erkibiskupinn af Munchen hefur boðist til þess að segja af sér vegna fjölda kynferðisbrotamála sem komið hefur upp innan kaþólsku kirkjunnar í Þýskalandi. Páfinn er sagður vera að íhuga boðið. 4.6.2021 12:20
Sjö greindust með Covid-19 í gær og allir utan sóttkvíar Sjö greindust með Covid-19 í gær. Allir voru utan sóttkvíar við greiningu. 4.6.2021 10:57
Google biðst afsökunar vegna „ljótasta tungumálsins“ Forsvarsmenn netrisans Google hafa beðist afsökunar á niðurstöðu leitarinnar „ljótasta tungumálið á Indlandi“. Leitin skilaði svarinu „Kannada; tungumál sem talað er af 40 milljón manns í suðurhluta Indlands“. 4.6.2021 10:33
Segir Delta afbrigðið 30 til 100 prósent meira smitandi Hið svokallaða Delta-afbrigði kórónuveirunnar SARS-CoV-2, áður kennt við Indland, er 30 til 100 prósent meira smitandi en Alfa-afbrigðið, áður kennt við Bretland. Þetta segir einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum. 4.6.2021 09:00
Ekkert sem bendir til gesta úr geimnum en geta ekki útilokað það Bandarísk yfirvöld hafa ekki fundið neinar vísbendingar um að óútskýrð fljúgandi fyrirbæri sem herflugmenn hafa orðið varir við séu gestir utan úr geimnum. Þeir hafa hins vegar ekki getað útskýrt hvað um ræðir. 4.6.2021 07:55
Domus Medica hættir rekstri í árslok Framkvæmdastjóri Domus Medica hf. segir að rekstri heilbrigðismiðstöðvarinnar við Egilsgötu verði hætt um áramót og segir „íslenskt ráðherraræði“ vera að fara illa með lýðræðið. 4.6.2021 06:47