Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skemmdarvargur iðraðist og gaf sig fram við lögreglu

Snemma í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning vegna einstaklings sem braut rúðu í verslun í miðbænum. Stuttu seinna gaf viðkomandi sig fram við lögreglu og vildi gera hreint fyrir sínum dyrum.

Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent

Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana.

Hægt að koma í veg fyrir nærri öll dauðsföll með bólusetningu

Hægt er að komast hjá nærri öllum dauðsföllum af völdum Covid-19 með bólusetningu. Þetta segir framkvæmdastjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna en aðeins 0,1 prósent þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús í Bandaríkjunum af völdum sjúkdómsins eru bólusettir.

Áætla virði Alvotech 300 milljarða króna

Fjórðungur eigenda breytanlegra skuldabréfa lyfjafyrirtækisins Alvotech hafa nýtt sér rétt sinn til að breyta skuldabréfum upp á 13 milljarða króna í hlutafé. Gengi viðskiptana áætlar virði fyrirtækisins 300 milljarða króna.

Konur þurfa bara að klæða sig meira

Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hefur vakið hörð viðbrögð með ummælum sem hann lét falla um ástæður fjölda nauðgana í landinu. Ummælin lét hann falla í viðtali við blaðamann Axios.

Vígamenn á barnsaldri myrtu yfir 130 íbúa

Vígamennirnir sem myrtu fleiri en 130 í þorpinu Solhan í norðausturhluta Búrkína Fasó fyrr í þessum mánuði voru flestir börn á aldrinum 12 til 14 ára. Þetta segja stjórnvöld í landinu og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.

Taívan býr sig undir átök við Kína

Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, segir stjórnvöld þurfa að undirbúa sig undir möguleg hernaðarátök. Þetta sagði hann í viðtali við CNN en fyrir um viku síðan flugu 28 kínverskar herþotur og sprengjuflugvélar inn í lofthelgi landsins.

Sjá meira