Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24.10.2021 23:53
Glæpabaróninn Otoniel verður framseldur til Bandaríkjanna Eiturlyfjabaróninn Dario Antonio Úsuga, kallaður Otoniel, verður framseldur til Bandaríkjanna. Otoniel var handsamaður á laugardag í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og hersins í Kólumbíu. 24.10.2021 23:11
Hefur farið 6.000 ferðir í sama rússíbananum Ryan Hackett, 61 árs, hefur loksins náð að láta langþráðan draum rætast og hefur nú farið 6.000 ferðir í rússíbananum Megafobia í Oakwood Theme Park í Nerberth í Pembrokeshire í Wales. 24.10.2021 22:34
„Sjöundi vinurinn“ James Michael Tyler látinn James Michael Tyler, leikarinn sem er þekktastur fyrir að leika kaffihúsaþjóninn Gunther í Friends, er látinn. Tyler, sem var 59 ára, lést úr blöðruhálskirtilskrabbameini. 24.10.2021 22:04
Kvika stefnir að því að eignast meirihluta í Ortus Secured Finance ,,Kvika keypti minnihluta í Ortus árið 2018 og hefur síðan átt í góðu samstarfi við félagið og öfluga stjórnendur þess. Kaupin eru rökrétt skref í uppbyggingu Kviku í Bretlandi. Ortus hefur eflst mikið á undanförnum árum og ljóst er að áhugaverð vaxtartækifæri blasa við félaginu í nánustu framtíð.“ 24.10.2021 21:51
Bandaríkjamenn hyggjast fullbólusetja fimm til ellefu ára börn fyrir jól Yfirvöld í Bandaríkjunum hyggjast hefja bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára í næsta mánuði. Anthony Fauci, sem fer fyrir sóttvörnum vestanhafs, segir stefnt að því að hópurinn verði búinn að fá einn skammt fyrir þakkagjörðarhátíðina og verði fullbólusettur fyrir jól. 24.10.2021 21:32
Fundur aðalsmannsins Khuwy kallar á endurritun sögubóka Egyptalands Rannsókn á múmíu sem fannst í grafborginni í Saqqara í Egyptalandi bendir til þess að endurrita þarf sögu múmíugerðar í Forn-Egyptalandi. Þá vekur hún spurningar um það sem menn töldu sig vita um Gamla ríkið. 24.10.2021 21:07
Lögregla rak vopnaða öfgamenn frá landamærum Þýskalands og Póllands Lögregluyfirvöld í Þýskalandi segjast hafa stöðvað fleiri en 50 öfgahægrimenn sem hugðust taka lögin í eigin hendur við landamærin að Póllandi til að hindra för flóttamanna. 24.10.2021 19:56
Það er alltaf gott veður í Hrútafirði - Nema þegar það er ekki Þeir sem búa eða hafa búið í Hrútafirði vita að þar er meira og minna alltaf logn, sól og rjómablíða. Nema þegar það er ekki. Þetta segja forsvarsmenn Facebook-hópsins Hrútfirðingar, sem efndu til ljósmyndasamkeppni í sumar til að minna á góða veðrið í heimabyggðinni. 24.10.2021 19:27
Verkamannaflokkurinn kallar eftir grímuskyldu og heimavinnu Verkamannaflokkurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Englandi skipti samstundis yfir í svokallað „plan B“ vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Plan B felur meðal annars í sér að fólki yrði ráðlagt að vinna heima og að grímuskylda yrði tekin upp á ný. 24.10.2021 18:58
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið