Þingmenn sem voru ekki í framboði fengu 1,6 milljón í greiðslur í september Aðrar kostnaðargreiðslur, utan fastra launa og kostnaðar, til þingmanna sem ekki voru í framboði í Alþingiskosningunum nam tæpri 1,6 milljón króna fyrir septembermánuð. 19.11.2021 06:31
Grímunotkun meira en helmingar líkurnar á smiti Grímunotkun er áhrifamesta lýðheilsuráðstöfunin sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að takmarka dreifingu kórónuveirunnar. Þetta eru niðurstöður samantektar vísindamanna á meira en 30 rannsóknum víðsvegar í heiminum. 18.11.2021 10:46
1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. 18.11.2021 09:08
Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af. 18.11.2021 07:11
Tómas spyr: Er þetta fyrirsjáanleikinn sem menn voru að kalla eftir? „Það verður að teljast skrýtið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ 17.11.2021 07:31
„Guðný er ekki sú eina“ „Ég hugsaði ekki mikið um þetta en mér fannst ónotalegt að gleðjast yfir dauða hans, einungis 13 ára gömul; fleiri börn yrðu þá ekki fyrir barðinu á honum.“ 17.11.2021 06:57
Maður vistaður í fangageymslu fyrir að hafa dvalið of lengi á Íslandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær mann í miðborginni en samkvæmt tilkynningu lögreglu er hann grunaður um að hafa dvalið of lengi á Íslandi, nánar tiltekið innan Schengen-svæðisins. Var hann vistaður í fangageymslu og er málið í rannsókn en nánari upplýsingar er ekki að finna í tilkynningu. 17.11.2021 06:30
Krafa um bólusetningarvottorð siðferðileg og pólitísk spurning Ísland stendur gríðarlega framarlega þegar horft er til fjölda bólusettra og fjölda látinna í kórónuveirufaraldrinum. Stefna stjórnvalda hefur miðað að því að veita miklar upplýsingar og leyfa fólki sjálfu að velja hvað það gerir, sem hefur eflt samstöðu þjóðarinnar. 16.11.2021 11:24
Yfirvöld víða á tánum vegna tilvika fuglaflensu Alþjóðlegu dýraheilbrigðisstofnuninni (OIE) hefur borist nokkur fjöldi tilkynninga síðustu daga um alvarlega fuglaflensu í Evrópu og Asíu. Þá hefur 21 maður greinst með undirtýpu H5N6 í Kína á þessu ári, fleiri en allt árið 2020. 16.11.2021 08:59
Áhafnir Cathay Pacific sæta ströngum sóttvarnatakmörkunum Stjórnendur flugfélagsins Cathay Pacific, sem er starfrækt frá Hong Kong, hafa kynnt nýjar og strangar reglur um sóttkví áhafna sem fela meðal annars í sér að eftir ferðir erlendis verða starfsmenn að einangra sig á heimili sínu í þrjá daga. 16.11.2021 07:50