Ábyrgð beggja að samkeppnin verði ekki að átökum Joe Biden Bandaríkjaforseti hóf netfund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, með þeim orðum að báðir bæru ábyrgð á því að rígur milli ríkjanna tveggja yrðu ekki að átökum. 16.11.2021 06:42
Ungmenni ítrekað sýnt ógnandi hegðun við Egilshöll Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð út til að vísa sofandi konu úr strætisvagni. Þá var tilkynnt um ógnandi ungmenni við Egilshöll en samkvæmt tilkynningu frá lögreglu um verkefni næturinnar var um að ræða „endurtekna hegðun síðastliðna daga“. 16.11.2021 06:09
Vilja að stjórnvöld í Ástralíu horfi á framboðið og stefni á smásölubann Sérfræðingar í heilbrigðismálum hafa ráðlagt stjórnvöldum í Ástralíu að hætta að einblína eingöngu á eftirspurnina eftir sígarettum og einbeita sér í auknum mæli að framboðinu. 15.11.2021 12:26
Blóðþrýstingslyf gætu dregið úr tíðni áunninnar sykursýki Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent. 15.11.2021 11:11
TréNA leiðir til fangelsisdóms vegna ólöglegs skógarhöggs Forsprakki hóps sem stundaði ólöglegt skógarhögg í Olympic-þjóðarskóginum í Washington-ríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í 20 mánaða fangelsi eftir að eldur sem mennirnir kveiktu breiddist út í skóginum. 15.11.2021 08:28
Konur sem voru látnar sæta líkamsskoðun á flugvellinum í Doha höfða mál Hópur kvenna sem var neyddur til að gangast undir skoðun kvensjúkdómalæknis á flugvellinum í Doha hyggjast höfða mál á hendur yfirvöldum í Katar. Konurnar voru látnar sæta skoðununum eftir að nýfætt yfirgefið barn fannst á einu salerna vallarins. 15.11.2021 07:48
Níu ára drengur látinn eftir troðninginn á Astroworld Níu ára drengur, sem hefur verið haldið sofandi frá því að hann varð undir á Astroworld-tónlistarhátíðinni í Texas í Bandaríkjunum, er látinn. Ezra Blount hlaut umtalsverðan heila- og líffæraskaða en hann er yngstur þeirra sem hafa látist. 15.11.2021 07:08
Þrettán ára drengur sleginn með barefli í höfuðið Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi um líkamsárás og ránstilraun í Kópavogi. Þrettán ára drengur var sleginn í höfuðið með barefli, þegar par veittist að honum og krafði hann um allt sem hann var með á sér. 15.11.2021 06:23
Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12.11.2021 10:12
Sjúklingum í öndunarvél fækkar úr þremur í einn Sextán sjúklingar liggja nú á Landspítalanum vegna Covid-19. Þrír eru á gjörgæsludeild, þar af einn í öndunarvél. 1.591 sjúklingur er í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans, þar af 377 börn. 12.11.2021 09:01