Samkvæmt tilkynningu lögreglu hafði parið ekki erindi sem erfiði og forðaði sér af vettvangi í Strætó. Foreldri drengsins mætti á vettvang og tilkynning var send Barnavernd. Málið er í rannsókn.
Fjöldi ökumanna var stöðvaður í gær. Tveir fyrir að nota farsíma við akstur og einn fyrir að aka yfir á rauðu ljósi. Þá voru að minnsta kosti tveir stöðvaðir grunaðir um vímuakstur og einn fyrir að aka réttindalaus.