Líst hvorki á bólusetningaskyldu né -passa Það er löngu komin „sóttþreyta“ í þjóðina og misjafnar skoðanir uppi á ágæti sóttvarnaaðgerða. Það er hins vegar mikilvægt að halda upplýstri umræðu áfram og hvetja fólk til að þiggja bólusetningu, þar sem vonir eru bundnar við að svokallaður örvunarskammtur muni veita aukna vörn til lengri tíma. 2.12.2021 06:21
Bólusetningabíllinn rúllar en aukin umræða skilar líka fleirum í Höllina „Við verðum að keyra bílinn á fimmtudögum og föstudögum þegar það er rólegra í Höllinni. Fyrirtækin hafa sýnt þessu mikinn áhuga og það er búið að bóka alveg helling. Vonandi skilar þetta okkur einhverjum óbólusettum.“ 1.12.2021 10:16
CNN lætur Chris Cuomo fjúka vegna aðstoðar hans við bróður sinn Stjórnendur CNN hafa sagt upp sjónvarpsmanninum Chris Cuomo eftir að í ljós kom að hann aðstoðaði bróður sinn, ríkisstjórann Andrew Cuomo, þegar síðarnefndi var sakaður um kynferðisbrot. 1.12.2021 09:01
Höfundur The Lovely Bones biður manninn sem var dæmdur fyrir að nauðga henni afsökunar Bandaríski rithöfundurinn Alice Sebold hefur beðist afsökunar fyrir að hafa átt þátt í því að maður var ranglega dæmdur fyrir að hafa nauðgað henni árið 1981. Anthony Broadwater var handtekinn og fundinn sekur og varði 16 árum í fangelsi. 1.12.2021 08:25
Segja Vinnumálastofnun tvívegis hafa deilt netföngum skjólstæðinga í fjölpóstum Vinnumálastofnun virðist tvívegis á þessu ári hafa deilt tölvupóstföngum skjólstæðinga sinna í fjölpóstum. Fyrra atvikið átti sér stað í júní en þá var um að ræða póst sem varðaði endurupptöku umsókna um greiðslur í sóttkví. 1.12.2021 06:54
Vísuðu óvelkomnum manni út af heimili í höfuðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi til að vísa óvelkomnum manni út af heimili í póstnúmerinu 104 og nokkru síðar var maður handtekinn í sama hverfi vegna líkamsárásar. 1.12.2021 06:26
Framtíð sóttvarnaaðgerða: Hversu langt á að ganga? Sóttvarnaaðgerðir, bólusetningarskylda og bólusetningarpassar verða á meðal þess sem verður til umræðu í pallborðinu á Vísi í dag, sem hefst klukkan 14. 30.11.2021 12:05
Segir ekki tilefni til að grípa til harðra aðgerða í bili Joe Biden Bandaríkjaforseti segir nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Omíkron, tilefni til varúðar en ekki hræðslu. Þá segir hann ekki nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða á borð við útgöngubanns, að því gefnu að fólk sinni því að bera grímu og láta bólusetja sig. 30.11.2021 06:56
Ökumaður stöðvaður með snjóþotu í eftirdragi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann um klukkan 1 í nótt sem var staðinn að því að draga snjóþotu sem ungmenni sat á. Var málið tilkynnt foreldrum og barnavernd. 30.11.2021 06:31
Japanir loka landamærum sínum og heilbrigðisráðherrar G7 funda Heilbrigðisráðherrar G7-ríkjanna munu funda í dag um Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar, sem hefur nú fundist í nokkrum löndum. Japanir hafa bæst í hóp þeirra þjóða sem hafa ákveðið að loka landamærum sínum vegna afbrigðisins. 29.11.2021 06:39