Rannsaka innbrot og mögulega vatnsmengun á herstöð í Þýskalandi Hermálayfirvöld í Þýskalandi hafa atvik til rannsóknar þar sem óprúttnir aðilar eru grunaðir um að hafa brotist inn á Köln-Wahn herstöðina og mengað neysluvatnið. 15.8.2024 06:49
Ekið heim eftir „smá uppsteyt“ í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna þjófnaðar í matvöruverslun. 15.8.2024 06:21
Greiddu 47 milljónir fyrir 175 hjálma fyrir leiðtogafundinn Embætti ríkislögreglustjóra greiddi 47 milljónir króna fyrir 175 hjálma sem keyptir voru fyrir sérsveitina og aðra lögreglumenn fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í fyrra. 14.8.2024 08:59
Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. 14.8.2024 06:56
Netanyahu og Gallant í hár saman undir hótunum frá Íran Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sendi frá sér yfirlýsingu í gær eftir að fregnir bárust af því að varnarmálaráðherrann Yoav Gallant hefði kallað yfirlýst markmið Netanyahu um að tortíma Hamas „vitleysu“. 13.8.2024 08:32
Maður ákærður fyrir stunguárás á ellefu ára stúlku í Lundúnum í gær Ioan Pintaru, 32 ára, hefur verið ákærður fyrir að hafa stungið ellefu ára gamla stúlku á Leicester-torgi í Lundúnum í gær. Þá er hann einnig ákærður fyrir að gera á sér eggvopn. 13.8.2024 07:43
Fóru um víðan völl í samtali á X í gær Auðjöfurinn Elon Musk fór mjúkum höndum um Donald Trump í viðtali á X í gær, sem hófst um það bil 40 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Trump fór mikinn gegn innflytjendum og kallaði Kamölu Harris ítrekað „róttækling“. 13.8.2024 07:02
Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13.8.2024 06:28
Vonir bundnar við „heilagan kaleik“ við sykursýki týpu 1 Vísindamenn hafa þróað nýja tegund insúlíns sem bregst við breytingum á blóðsykursmagni líkamans í rauntíma. Vonir eru bundar við að einstaklingar með sykursýki muni í framtíðinni aðeins þurfa að taka insúlín einu sinni í viku. 12.8.2024 08:37
Tom Cruise seig og sveif og tók við fánanum fyrir hönd Los Angeles Lokahátíð Ólympíuleikanna í París fór fram í gær, þar sem Frakkar þökkuðu fyrir sig og afhentu Bandaríkjamönnum kyndilinn, þar sem Ólympíuleikarnir 2028 verða haldnir í Los Angeles. 12.8.2024 07:35