Fréttir hverfa af Facebook í Kanada Fréttir munu nú smám saman hverfa af Facebook í Kanada, eftir að þingið þar samþykkti umdeild lög sem skylda fyrirtæki á borð við Meta og Google til að ganga til samningaviðræðna við fjölmiðla og greiða þeim fyrir efni sem birtist notendum þeirra. 23.6.2023 07:36
Sjóherinn nam „frávik“ á sama tíma og samband rofnaði við Titan Fregnir hafa borist af því að bandaríski sjóherinn hafi numið „frávik“ neðansjávar á sunnudag, sem var líklega sprengingin sem varð þegar kafbáturinn Titan féll saman vegna þrýstings. 23.6.2023 07:02
Sprengingar víða um Úkraínu og ráðist á herflugvöll Viðvaranir voru í gildi víða í Úkraínu í morgun vegna mögulegra loftárása Rússa. Greint hefur verið frá sprengingum allt frá Lviv til Kherson en engar fregnir hafa borist af dauðsföllum. 23.6.2023 06:30
Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. 22.6.2023 06:57
Fyrsti maðurinn sem greindur var með einhverfu er látinn Donald Triplett er látinn, 89 ára. Hann lést af völdum krabbameins. Triplett starfaði sem gjaldkeri í banka og ferðaðist víða um heim en hans er minnst fyrir að vera fyrsti einstaklingurinn sem var greindur með einhverfu. 22.6.2023 06:28
Ein af hverjum fimm verður ólétt án aðstoðar eftir ófrjósemismeðferð Um það bil ein af hverjum fimm konum sem fær aðstoð við að verða þunguð verður ólétt „á gamla mátann“ eftir að hafa áður reynt meðferðir á borð við glasafrjóvgun. 21.6.2023 12:17
New York slær skjaldborg um lækna sem aðstoða við þungunarrof Ríkisþing New York hefur samþykkt lög sem veita læknum sem ávísa og senda þungunarrofslyf til sjúklinga í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið bannað eða aðgengi að því verulega takmarkað vernd. 21.6.2023 08:29
Að minnsta kosti 41 látinn í óeirðum í kvennafangelsi í Hondúras Að minnsta kosti 41 er látinn eftir að óeirðir brutust út í kvennafangelsi í Hondúras í gær. Svo virðist sem átök hafi brotist út milli gengja og að annað hafi kveikt í fangaklefa í kjölfarið. 21.6.2023 07:19
Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21.6.2023 06:45
Ekkert áfengi og minna kjöt en meira af fiski og baunum Það er best fyrir heilsu manna og umhverfið að þeir neyti sem mest af matvælum úr jurtaríkinu, borði mikið af fiski og dragi úr kjötáti. Þetta eru niðurstöður sérfræðinga sem hafa lagst yfir vísindalegar rannsóknir um áhrif matvæla á heilsu. 20.6.2023 11:45