Selenskí varar Úkraínumenn við auknum árásum á innviði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2023 03:16 Úkraínskur hermaður við æfingar í Frakklandi. AP/Laurent Cipriani Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur varað Úkraínumenn við auknar árásir Rússa á innviði í landinu nú þegar vetur gengur í garð. Hann segir herinn búinn undir sókn Rússa á austurvígstöðvunum. Ummælin lét forsetinn falla í daglegu ávarpi sínu eftir fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina Kænugarð í sjö vikur. Selenskí sagði landsmenn verða að búa sig undir auknar dróna- og loftárásir Rússa á innviði næstu misserin og að leggja yrði áherslu á varnir landsins og allt sem Úkraína gæti gert til að komast í gegnum veturinn. Þá þyrfti að auka getu hersins til að takast á við óvininn. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á orkuinnviði, sem leiddu oftsinnis til raforkuskorts. Orkumálaráðherrann German Galushchenko sagði á laugardag að Úkraínumenn byggju, að óbreyttu, að nægum orkubirgðum til að endast veturinn. Því væri hins vegar ósvarað hvaða áhrif árásir Rússa gætu haft á stöðuna. Forsetinn lofaði „hetjulega“ baráttu hermanna Úkraínu í Avdiivka, sem hafa sætt árásum og sókn Rússa frá því um miðjan október. Bærin er nú rústir einar. Talsmaður Úkraínuhers segir að dregið hafi úr bardögum á jörðu niðri um helgina en loftárásum fjölgað. Harðir bardagar standa einnig yfir umhverfis Bakhmut, sem Rússar náðu á sitt vald í maí. Úkraínumenn hafa sótt fram á svæðinu og náð að frelsa fjölda þorpa í nágrenninu. Þrír yfirmenn innan rússneska hersins eru sagðir hafa látist í sprengingu í Melitopol um helgina, sem hefur verið lýst sem „hefndaraðgerð“ af hálfu úkraínskra andspyrnuhópa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla í daglegu ávarpi sínu eftir fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina Kænugarð í sjö vikur. Selenskí sagði landsmenn verða að búa sig undir auknar dróna- og loftárásir Rússa á innviði næstu misserin og að leggja yrði áherslu á varnir landsins og allt sem Úkraína gæti gert til að komast í gegnum veturinn. Þá þyrfti að auka getu hersins til að takast á við óvininn. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á orkuinnviði, sem leiddu oftsinnis til raforkuskorts. Orkumálaráðherrann German Galushchenko sagði á laugardag að Úkraínumenn byggju, að óbreyttu, að nægum orkubirgðum til að endast veturinn. Því væri hins vegar ósvarað hvaða áhrif árásir Rússa gætu haft á stöðuna. Forsetinn lofaði „hetjulega“ baráttu hermanna Úkraínu í Avdiivka, sem hafa sætt árásum og sókn Rússa frá því um miðjan október. Bærin er nú rústir einar. Talsmaður Úkraínuhers segir að dregið hafi úr bardögum á jörðu niðri um helgina en loftárásum fjölgað. Harðir bardagar standa einnig yfir umhverfis Bakhmut, sem Rússar náðu á sitt vald í maí. Úkraínumenn hafa sótt fram á svæðinu og náð að frelsa fjölda þorpa í nágrenninu. Þrír yfirmenn innan rússneska hersins eru sagðir hafa látist í sprengingu í Melitopol um helgina, sem hefur verið lýst sem „hefndaraðgerð“ af hálfu úkraínskra andspyrnuhópa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Sjá meira