Vaktin: Meta áhættuna á verðmætabjörgun í Grindavík Lovísa Arnardóttir, Oddur Ævar Gunnarsson, Samúel Karl Ólason, Magnús Jochum Pálsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 12. nóvember 2023 07:22 Hópur Grindvíkinga fékk að fara inn í bæinn í dag að sækja eigur sínar. Almannavarnir meta nú áhættuna á verðmætabjörgun. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. Eins og fram hefur komið liggur kvikugangur undir Grindavík. Í nótt dró mikið úr jarðskjálftavirkni og telja vísindamenn að það sé vegna mikillar spennulosunar á svæðinu. Líklegt sé að kvika eigi greiða leið til yfirborðs og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst. Vísindamenn segja í tilkynningu sem barst til fjölmiðla um hádegisbil tímabundið svigrúm til aðgerða almannavarna til að sækja nauðsynjar. Nauðsyn sé að gera það sem fyrst því óvissa eykst eftir því sem líður á daginn. Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimilað íbúum í Þórkötlustaðahverfi að sækja nauðsynjar en segir ekki svigrúm til að fara í önnur hverfi. Unnið hefur verið að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. Grindvíkingar hafa verið hvattir til að láta vita af sér í síma 1717. Rauði krossinn hefur opnað fjórar fjöldahjálparstöðvar sem enn standa opnar. Grindvíkingar geta gist þar eða komið í kaffi. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Þá má sjá yfir hluta skjálftasvæðisins í vefmyndavél Vísis á Þorbirni. Ef vaktin birtist ekki er um að gera að endurnýja (e. refresh) síðuna.
Eins og fram hefur komið liggur kvikugangur undir Grindavík. Í nótt dró mikið úr jarðskjálftavirkni og telja vísindamenn að það sé vegna mikillar spennulosunar á svæðinu. Líklegt sé að kvika eigi greiða leið til yfirborðs og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst. Vísindamenn segja í tilkynningu sem barst til fjölmiðla um hádegisbil tímabundið svigrúm til aðgerða almannavarna til að sækja nauðsynjar. Nauðsyn sé að gera það sem fyrst því óvissa eykst eftir því sem líður á daginn. Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimilað íbúum í Þórkötlustaðahverfi að sækja nauðsynjar en segir ekki svigrúm til að fara í önnur hverfi. Unnið hefur verið að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. Grindvíkingar hafa verið hvattir til að láta vita af sér í síma 1717. Rauði krossinn hefur opnað fjórar fjöldahjálparstöðvar sem enn standa opnar. Grindvíkingar geta gist þar eða komið í kaffi. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Þá má sjá yfir hluta skjálftasvæðisins í vefmyndavél Vísis á Þorbirni. Ef vaktin birtist ekki er um að gera að endurnýja (e. refresh) síðuna.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira