Fjögur mætast í kappræðum Repúblikanaflokksins á morgun Fjögur forsetaefni Repúblikanaflokksins munu mætast í þriðju kappræðum sínum á morgun. Þrýstingur eykst á Chris Christie, sem hefur verið einna duglegastur að tala gegn Donald Trump, á að draga sig í hlé og lýsa yfir stuðningi við Nikki Haley. 5.12.2023 11:16
UN Women og fleiri samtök sökuð um að þegja um kynbundið ofbeldi Hamas Naglar í kynfærum kvenna, kynfæri svo illa farin að ekki var hægt að sjá hvort um var að ræða konu eða mann, skotsár á kynfærum og brjóstum. Þetta er meðal þess sem vitni að árásum Hamas á Ísraelsmenn 7. október lýstu á viðburði hjá Sameinuðu þjóðunum í gær. 5.12.2023 08:31
Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Hvíta húsið segir peninga og tíma á þrotum þegar kemur að aðstoð við Úkraínumenn, ef bandaríska þingið gefur sig ekki og samþykkir frekari fjárhagsaðstoð og stuðning. 5.12.2023 07:32
Aðgerðum að mestu lokið í norðurhlutanum og suðurhlutinn næstur Skriðdrekar, herflutningabifreiðar og jarðýtur Ísraelshers eru komnar inn á suðurhluta Gasa, nærri Khan Younis. Erlendir miðlar hafa eftir talsmanni hersins að aðgerðum í norðurhlutanum sé að stærstum hluta lokið. 5.12.2023 06:54
Saka Ragnar um að hafa brotið gróflega gegn hagsmunum félagsfólks Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs hafa sent formlega kvörtun á stjórn VR vegna framgöngu og hegðunar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. 5.12.2023 06:32
Hvenær er maður dáinn? Umdeild aðferð klýfur læknasamfélagið í Bandaríkjunum „Það er óhugnanlegt að gera þetta,“ segir hjartaskurðlæknirinn V. Eric Thompson, um nýja aðferð við líffæraflutninga sem sérfræðingar vestanhafs deila nú hart um. 5.12.2023 06:18
Tvö heimilisofbeldismál og mannlaus bifreið í Heiðmörk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og handtók meðal annars tvo sem voru vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar á heimilisofbeldismálum. 5.12.2023 06:15
Ellefu handteknir vegna dreifingar á „falsaðri“ ólífuolíu Ellefu hafa verið handteknir í aðgerðum lögregluyfirvalda á Ítalíu og Spáni og hald lagt á rúmlega 5.000 lítra af ólífuolíu. Um er að ræða glæpagengi sem er grunað um að hafa freistað þess að selja unna olíu sem hreina „virgin“ og „extra virgin“ olíu. 4.12.2023 12:06
Íbúar mega vera til klukkan 17 og starfsmenn fyrirtækja til 21 Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður áfram hleypt inn í Grindavík í dag, eins og verið hefur. Íbúar geta verið í bænum á milli klukkan 7 og 17 og atvinnurekstur má vera í gangi til klukkan 21. 4.12.2023 09:16
Krefjast rannsókna á gerð lánshæfismats Creditinfo Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á Persónuvernd að rannsaka ítarlega framkvæmd lánshæfismats Creditinfo og sérstaklega breytingar sem gerðar voru á dögunum. 4.12.2023 08:53
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent