Gunnar þarf að taka af sér fimm kíló á þremur dögum Það styttist í að Gunnar Nelson stígi á ný inn í búrið. Hann kom til Lundúna í gær í hörkustandi en kannski þyngri en hann vill vera. 16.3.2022 12:45
Gunnar snýr til baka í frábæru standi Gunnar Nelson stígur loksins inn í búrið á nýjan leik um næstu helgi er hann berst við Japanann Takashi Sato í London. 14.3.2022 17:00
Arnór Snær: Ég pæli ekkert of mikið og spila bara leikinn „Við náum að keyra hraðaupphlaupin í seinni og vörnin small í gang með Bjögga fyrir aftan. Það gerði gæfumuninn,“ sagði stjarna Valsmanna í kvöld, Arnór Snær Óskarsson, sem átti ótrúlegan leik. 9.3.2022 20:29
Umfjöllun: FH - Valur 27-37 | Valsmenn niðurlægðu Fimleikafélagið Valur er kominn í úrslit Coca Cola-bikarsins eftir frábæran tíu marka sigur, 27-37, á FH í undanúrslitaleik í kvöld. 9.3.2022 20:05
Skýrsla Henrys: Hetjurnar okkar munu vinna til verðlauna í framtíðinni Ég er að verða uppiskroppa með lýsingarorð til handa strákunum okkar. Þvílíkar hetjur er líklega besta lýsingin á þeim eftir þessa lygilegu rússíbanareið sem þetta Evrópumót hefur verið. Þó svo úrslit dagsins hafi verið súr þá skildu drengirnir gjörsamlega allt eftir á gólfinu. Það var unaður að horfa á þá spila. 28.1.2022 18:01
Viktor Gísli: Barið í borð og einhverjum blótsyrðum hreytt „Þetta var svolítið súrt að missa undanúrslitasætið. Við kláruðum ekki okkar verkefni gegn Króötum og maður er eiginlega meira svekktur yfir því,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson í gærmorgun en stemningin á hóteli Íslands eftir leik Danmerkur og Frakklands var ekkert sérstök. 28.1.2022 12:00
Elvar: Höfum fulla trú á að við getum unnið Norðmenn Elvar Örn Jónsson kom inn af miklum krafti í leiknum gegn Svartfellingum eftir að hafa hrist af sér Covid-veiruna. Hann virtist líka vera búinn að hrista af sér svekkelsið með að komast ekki í undanúrslit er við hittum hann í gær. 28.1.2022 10:30
Guðmundur: Þetta verður fróðleg viðureign Það er hörkuleikur fram undan hjá strákunum okkar í dag. Leikur um fimmta sætið á EM þar sem farseðill á HM er í boði. 28.1.2022 09:00
„Eitt mesta svekkelsið á ferlinum“ Bjarki Már Elísson var hundfúll morguninn eftir að ljóst var að Ísland kæmist ekki í undanúrslit á EM og hann fór ekkert leynt með það. 28.1.2022 08:00
Guðmundur fór í göngutúr frekar en að horfa á leik Dananna „Ég stóð við það að horfa ekki á leik Dana og Frakka. Ég treysti mér ekki í það og hafði ekki góða tilfinningu fyrir leiknum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fyrir utan hótel landsliðsins í dag. 27.1.2022 14:45