Fréttamaður

Heimir Már Pétursson

Heimir Már er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rússar skutu eldflaug á almenna borgara

Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar skutu eldflaug á borgina Vinnytsia og um hundrað manns særðust. Yfirmaður rússneska sjónvarpsins segir eldflauginni hafa verið miðað á húsakynni nasista í borginni.

Miklir skógareldar og hiti í Portúgal

Skógareldar brenna víða í Evrópu vegna mikilla þurrka og hitabylgju í álfunni að undanförnu. Í Portúgal hafa almannavarnir flutt hundruð íbúa frá heimilum sínum og þúsundir hektara skóga- og ræktarlands hafa brunnið.

Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu

Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði.

Staðan gæti breyst í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í dag

Sérfræðingur um málefni breska Íhaldsflokksins segir vel geta gerst að einhverjir þeirra sem komast áfram í annarri umferð í leiðtogakjöri flokksins í dag dragi sig í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhvern þeirra efstu. Sama hver niðurstaðan verði að lokum megi ekki búast við stefnubreytingu í helstu málum flokksins.

Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina

Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka.

Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út

Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segjum við frá því að allt önnur og lægri viðmið eru um tengda aðila í flestum öðrum greinum en gilda varðandi ráðandi hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að færa stórútgerðum fiskveiðiauðlind landsmanna á silfurfati.

Sjá meira