Rannsóknin sé ítarleg og muni taka af allan vafa Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 28. september 2022 13:09 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á von á niðurstöðu á næstu vikum, allavega fyrir áramót. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir að rannsókn Fjármálaeftirlits bankans á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka muni taka af allan vafa hvort innherjaupplýsingar hafi verið nýttar í tengslum við yfirvofandi útboð bankans. Allir þættir málsins verði skoðaðir. Innherji á Vísi greindi frá því í morgun að Fjármálaeftirlitið hefði meðal annars til skoðunar óeðlileg viðskipti á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Söluráðgjafar hefðu verið krafðir um ítarleg gögn um samskipti þeirra við viðskiptavini 21. og 22. mars síðastliðinn. Óskað var eftir afriti og upptökum af öllum símtölum, tölvupóstssamskiptum og SMS-skilaboðum starfsmanna til fjárfesta þessa daga. Grein Innherja má lesa hér að neðan. Innherji er opinn öllum til 31. október en þó þarf að skrá sig sem notenda. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að um leið og athugun hófst á útboði Bankasýslunnar á hlutum í Íslandsbanka hefði Fjármálaeftirlit Seðlabankans ákveðið að fara nákvæmlega í málið. „Það sem við höfum verið að gera síðustu mánuði er mjög víðtæk athugun eða rannsókn á því sem fór fram. Við ætlum að ná og taka fyrir alla anga málsins. Þetta er einn af þeim öngum sem við erum að skoða,“ segir Ásgeir. Viðmælendur Innherja telja ljóst að tilgangur með ítarlegri gagnabeiðni Fjármálaeftirlitsins sé að kanna hvort einhver viðskipti með skráð hlutabréf í Kauphöllinni þessa daga kunni að hafa verið á grundvelli innherjaupplýsinga í tengslum við útboðið. „Þar komi ekki aðeins til greina viðskipti með bréf í Íslandsbanka sjálfum heldur mögulega í öðrum félögum þar sem fjárfestar hafi viljað selja hlutabréf í því skyni að losa um fjármuni til að eiga til ráðstöfunar þegar útboð bankans hæfist,“ segir í grein Innherja. Ásgeir segir að verið sé að skoða alla þætti málsins en hann geti ekki farið í einstaka þætti. „Það er það verkefni sem við lögðum af stað með. Svo það lægi skýrt fyrir að þeir kæmu allir í ljós. Það að hefja athugun er ekki sönnun á sekt eða neitt slíkt. Bara að skoða allan grun.“ Von sé á niðurstöðu fljótlega, örugglega fyrir áramót, en hann geti ekki sagt fyrir um nákvæma tímasetningu. „Við höfum farið í mjög ítarlega skoðun.“ Aðspurður hvort hann sé vongóður um að hægt verði að rekja alla ferla og taka af allan vafa þegar uppi verður staðið segir Ásgeir: „Algjörlega“. Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Kauphöllin Íslandsbanki Tengdar fréttir Rannsakar hlutabréfaviðskipti dagana fyrir útboð Íslandsbanka Rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu beinist meðal annars að mögulega óeðlilegum viðskiptum á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Eftirlitið hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá söluráðgjöfunum um samskipti þeirra við viðskiptavini sína dagana 21. og 22. mars síðastliðinn. 28. september 2022 07:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Innherji á Vísi greindi frá því í morgun að Fjármálaeftirlitið hefði meðal annars til skoðunar óeðlileg viðskipti á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Söluráðgjafar hefðu verið krafðir um ítarleg gögn um samskipti þeirra við viðskiptavini 21. og 22. mars síðastliðinn. Óskað var eftir afriti og upptökum af öllum símtölum, tölvupóstssamskiptum og SMS-skilaboðum starfsmanna til fjárfesta þessa daga. Grein Innherja má lesa hér að neðan. Innherji er opinn öllum til 31. október en þó þarf að skrá sig sem notenda. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að um leið og athugun hófst á útboði Bankasýslunnar á hlutum í Íslandsbanka hefði Fjármálaeftirlit Seðlabankans ákveðið að fara nákvæmlega í málið. „Það sem við höfum verið að gera síðustu mánuði er mjög víðtæk athugun eða rannsókn á því sem fór fram. Við ætlum að ná og taka fyrir alla anga málsins. Þetta er einn af þeim öngum sem við erum að skoða,“ segir Ásgeir. Viðmælendur Innherja telja ljóst að tilgangur með ítarlegri gagnabeiðni Fjármálaeftirlitsins sé að kanna hvort einhver viðskipti með skráð hlutabréf í Kauphöllinni þessa daga kunni að hafa verið á grundvelli innherjaupplýsinga í tengslum við útboðið. „Þar komi ekki aðeins til greina viðskipti með bréf í Íslandsbanka sjálfum heldur mögulega í öðrum félögum þar sem fjárfestar hafi viljað selja hlutabréf í því skyni að losa um fjármuni til að eiga til ráðstöfunar þegar útboð bankans hæfist,“ segir í grein Innherja. Ásgeir segir að verið sé að skoða alla þætti málsins en hann geti ekki farið í einstaka þætti. „Það er það verkefni sem við lögðum af stað með. Svo það lægi skýrt fyrir að þeir kæmu allir í ljós. Það að hefja athugun er ekki sönnun á sekt eða neitt slíkt. Bara að skoða allan grun.“ Von sé á niðurstöðu fljótlega, örugglega fyrir áramót, en hann geti ekki sagt fyrir um nákvæma tímasetningu. „Við höfum farið í mjög ítarlega skoðun.“ Aðspurður hvort hann sé vongóður um að hægt verði að rekja alla ferla og taka af allan vafa þegar uppi verður staðið segir Ásgeir: „Algjörlega“.
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Kauphöllin Íslandsbanki Tengdar fréttir Rannsakar hlutabréfaviðskipti dagana fyrir útboð Íslandsbanka Rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu beinist meðal annars að mögulega óeðlilegum viðskiptum á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Eftirlitið hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá söluráðgjöfunum um samskipti þeirra við viðskiptavini sína dagana 21. og 22. mars síðastliðinn. 28. september 2022 07:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Rannsakar hlutabréfaviðskipti dagana fyrir útboð Íslandsbanka Rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu beinist meðal annars að mögulega óeðlilegum viðskiptum á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Eftirlitið hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá söluráðgjöfunum um samskipti þeirra við viðskiptavini sína dagana 21. og 22. mars síðastliðinn. 28. september 2022 07:00