„Þessum viðræðum verður allavega ekki slitið af sáttasemjara“ Settur ríkissáttasemjari vonar að lausn náist í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann segir miðlunartillöguna sem forveri hans lagði fram ekki vera uppi á borðinu í augnablikinu. 16.2.2023 14:00
Lavrov segir Vesturlönd hafa ráðist á Rússland Atlandshafsbandalagið og Evrópusambandið hétu í dag auknum og áframhaldandi stuðningi við varnir Úkraínu gegn innrás Rússa. Utanríkisráðherra Rússlands sakar Bandaríkin og undirsáta þeirra um að grafa undan sjálfstæðri utanríkisstefnu Rússlands með það að markmiði að tortíma landinu. 15.2.2023 20:00
Áhrif verkfallsins strax mikil og fyrstu bensínstöðvarnar að tæmast Forstjóri Skeljungs segir verkfallið strax hafa gríðarleg áhrif á viðskiptavini félagsins eins og bensínstöðvar, verktaka, rútufyrirtæki og flugvelli. Það styttist í að bensín klárist á fyrstu bensínstöðvunum. 15.2.2023 12:09
Hafa örfáa daga til að ná samningum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir deiluaðila og nýskipaðan ríkissáttasemjara í kjaradeilu samtakanna og Eflingar aðeins hafa örfáa daga til að ná samningum áður en samfélagið meira og minna lamast. Vinnumarkaðsráðherra skipaði í dag Ástráð Haraldsson héraðsdómara í embætti sérstaks ríkissáttasemjara. 14.2.2023 20:03
Væntir þess að hið opinbera stígi inn í deiluna Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefði ekki átt að láta undan þrýstingi frá Eflingu um að hann segði sig frá kjaradeilu félagsins við SA. Hann segir að til að afstýra verkfallsaðgerðum, sem muni hafa grafalvarlegar afleiðingar, verði Efling að mæta á samningafundi. Hann á von á einhverskonar viðbrögðum frá hinu opinbera, við þeim hnút sem deilan er nú í. 14.2.2023 18:05
Trúir því ekki að verkfallið dragist á langinn Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. 14.2.2023 16:40
SA útilokar ekki að lagasetning sé eina leiðin í deilunni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins útilokar ekki að setja verði lög á verkfall Eflingar. Samfélagið muni allt lamast um eða eftir helgi. Brýnt sé að nýr sáttasemjari verði skipaður í dag. Undanþágunefnd Eflingar kemur saman til síns fyrsta formlega fundar í dag og mun væntanlega seinni partinn eða í kvöld gefa fyrstu undanþágurnar vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða. 14.2.2023 12:26
Útlendingafrumvarpið loks komið til lokaafgreiðslu í fimmtu tilraun Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum var samþykkt í dag að lokinni annarri umræðu á Alþingi, eftir ríflega hundrað klukkustunda umræður. Allar breytingatillögur stjórnarandstöðunnar voru felldar. 9.2.2023 19:20
Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hafa vanmetið verðbólguna Fjármálaráðherra segir Íslendinga vera að taka út lífskjör sem ekki væru langtíma forsendur fyrir sem birtist meðal annars í mikilli einkaneyslu. Seðlabankinn sitji sennilega uppi með að hafa hækkað vexti of hægt og vanmetið verðbólguna of oft. Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina stinga höfðinu í sandinn og hún bjóði ekki upp á neinar aðgerðir gegn verðbólgunni. 9.2.2023 12:08
Seðlabankastjóri segir aðila vinnumarkaðarins hafa skorað sjálfsmark Seðlabankastjóri segir höfuðstól óverðtryggðra lána hafa lækkað um tíu prósent á einu ári þrátt fyrir vaxtahækkanir. Aðilar vinnumarkaðarins hafi skorað sjálfsmark með nýgerðum kjarasamningum. Jafnvel þurfi að hækka vexti meira í næsta mánuði vegna krafna um enn meiri launahækkanir en þegar hafi verið samið um. 8.2.2023 19:20