Samfylkingin fengi 19 þingmenn kjörna Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2023 19:51 Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá kosningunum árið 2021 og aukist mikið frá því Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í flokknum. Stöð 2 Samfylkingin er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þriðja mánuðinn í röð í könnunum Maskínu fyrir fréttastofuna. Flokkurinn sækir fylgi tiltölulega jafnt til allra aldurshópa en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar meira til eldri kynslóða en þeirra yngri. Samfylkingin mælist nú með 24,4 prósent og er þriðja mánuðinn í röð með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með 20,2 prósent í könnun Maskínu sem gerð var dagana 6. til 20. mars. Framsóknarflokkurinn, Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn bæta aðeins við sig frá síðustu könnun Maskínu í febrúar og Miðflokkurinn stendur nánast í stað. Hins vegar missa Píratar 2,5 prósentustig og mælast nú með 10,2 prósent og Vinstri græn halda áfram að missa fylgi og mælast nú með aðeins 6 prósenta fylgi. Það er forvitnilegt að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Þrátt fyrir mikið fylgistap Framsóknarflokksins frákosningum þar sem flokkurinn fékk 17,2 prósenta fylgi, mælist hann ekki langt frá því fylgi hjá yngsta aldurshópnum 18-29 ára eða 16,2 prósent. Í öðrum aldurshópum er fylgið frá um 11 prósentum til tæplega 13 prósenta. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er minnst í yngsta aldurshópnum eða 16,5 prósent en mest hjá kjósendum á aldrinum 50 til 59 ára þar sem það er 25,6 prósent og 22,1 prósent hjá 60 plús. Sósíalistaflokkurinn sækir mest fylgi til yngsta aldurshópsins eða 9,2 prósent, Miðflokkurinn mest í sextíu ára og eldri eða 9,5 prósent og Píratar sækja mest af sínu fylgi til fólks á aldrinum 30-39 ára eða 16,4 prósent. Fylgi Samfylkingarinnar dreifist nokkuð jafnt á aldurshópana en er þó sýnu mest hjá yngsta aldurshópnum þar sem það er 25,6 prósent. Vinstri græn sækja hins vegar mest af sínu fylgi til tveggja elstu aldurshópanna þar sem það er 7 til 8 prósent en minnst til yngsta aldurshópsins þar sem það er aðeins 3,6 prósent. Ef könnun Maskínu yrði niðurstaða kosninga væri stjórnarmeirihlutinn kolfallinn með samanlagt 29 þingmenn. Samfylkingin og Framsókn fengju samanlagt 30 þingmenn og þyrftu að lágmarki tvo þingmenn til viðbótar frá einhverjum hinna flokkanna til að mynda ríkisstjórn. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Samfylkingin Tengdar fréttir Samfylkingin bætir enn við sig fylgi á kostnað stjórnarflokkanna Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt samkvæmt könnun Maskínu og er nú lang stærsti flokkur landsins með 24 prósent atkvæða. Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum og meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn samkvæmt könnununni. 21. mars 2023 11:41 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Samfylkingin mælist nú með 24,4 prósent og er þriðja mánuðinn í röð með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með 20,2 prósent í könnun Maskínu sem gerð var dagana 6. til 20. mars. Framsóknarflokkurinn, Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn bæta aðeins við sig frá síðustu könnun Maskínu í febrúar og Miðflokkurinn stendur nánast í stað. Hins vegar missa Píratar 2,5 prósentustig og mælast nú með 10,2 prósent og Vinstri græn halda áfram að missa fylgi og mælast nú með aðeins 6 prósenta fylgi. Það er forvitnilegt að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Þrátt fyrir mikið fylgistap Framsóknarflokksins frákosningum þar sem flokkurinn fékk 17,2 prósenta fylgi, mælist hann ekki langt frá því fylgi hjá yngsta aldurshópnum 18-29 ára eða 16,2 prósent. Í öðrum aldurshópum er fylgið frá um 11 prósentum til tæplega 13 prósenta. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er minnst í yngsta aldurshópnum eða 16,5 prósent en mest hjá kjósendum á aldrinum 50 til 59 ára þar sem það er 25,6 prósent og 22,1 prósent hjá 60 plús. Sósíalistaflokkurinn sækir mest fylgi til yngsta aldurshópsins eða 9,2 prósent, Miðflokkurinn mest í sextíu ára og eldri eða 9,5 prósent og Píratar sækja mest af sínu fylgi til fólks á aldrinum 30-39 ára eða 16,4 prósent. Fylgi Samfylkingarinnar dreifist nokkuð jafnt á aldurshópana en er þó sýnu mest hjá yngsta aldurshópnum þar sem það er 25,6 prósent. Vinstri græn sækja hins vegar mest af sínu fylgi til tveggja elstu aldurshópanna þar sem það er 7 til 8 prósent en minnst til yngsta aldurshópsins þar sem það er aðeins 3,6 prósent. Ef könnun Maskínu yrði niðurstaða kosninga væri stjórnarmeirihlutinn kolfallinn með samanlagt 29 þingmenn. Samfylkingin og Framsókn fengju samanlagt 30 þingmenn og þyrftu að lágmarki tvo þingmenn til viðbótar frá einhverjum hinna flokkanna til að mynda ríkisstjórn.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Samfylkingin Tengdar fréttir Samfylkingin bætir enn við sig fylgi á kostnað stjórnarflokkanna Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt samkvæmt könnun Maskínu og er nú lang stærsti flokkur landsins með 24 prósent atkvæða. Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum og meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn samkvæmt könnununni. 21. mars 2023 11:41 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Samfylkingin bætir enn við sig fylgi á kostnað stjórnarflokkanna Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt samkvæmt könnun Maskínu og er nú lang stærsti flokkur landsins með 24 prósent atkvæða. Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum og meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn samkvæmt könnununni. 21. mars 2023 11:41