Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum. 7.7.2020 19:21
Landspítalinn ætti að ráða við verkefnið Með því að sameina sýni verður hægt að greina fleiri hjá sýkla- og veirufræðadeild Landspítalans strax eftir helgi. 7.7.2020 19:20
Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi Það er greinilegt að þjóðin notaði tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum. Þá má greina á framboði húsgagna hjá Góða hirðinum að margar íbúðir hafi dottið úr skammtímaleigu og húsmunir verið hreinsaðir út úr þeim. 14.6.2020 20:13
Nýr Landsbanki sprottinn upp úr jörðinni Það styttist í að nýbygging Landsbankans verði að fullu risin í miðborginni og að starfseminn verði flutt úr þrettán eignarbyggingum og leiguhúsnæði. Um þriðjungur byggingarinnar verður leigður eða seldur til annarra aðila. 13.6.2020 23:52
Íslensk uppfinning dregur stórlega úr mengun og orkunotkun álvera Frumkvölafyrirtækið Actus Metals hefur í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands þróað tækni sem dregur verulega úr mengun og orkunotkun álvera. Tæknin leiðir að auki til þess að álverin framleiða súrefni í stað koltvísýrings. 12.6.2020 20:16
Guðmundur Franklín sækir fylgi til Miðflokksins, eldra fólks og karla Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fengi yfirburðarfylgi ef kosið yrði til forseta nú samkvæmt könnun Maskínu fyrir Stöð 2. Forsetinn er með yfir 90 prósenta fylgi í öllum aldurshópum nema hjá fólki sem komið er yfir sextugt þar sem fylgið er 84 prósent. 11.6.2020 18:37
Met slegið í útlánum Landsbanka til heimila Landsbankinn lánaði heimilunum 25 milljarða króna í maí vegna húsnæðiskaupa og hefur aldrei lánað meira til þeirra í einum mánuði. Almenningur nýtir sér lækkun vaxta til skuldbreytinga og íbúðarkaupa. 10.6.2020 19:20
Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heilbrigðisráðherra segir unnið að því á bæði óformlegum og formlegum fundum að ná samningum við hjúkrunarfræðinga svo ekki komi til aðgerða þeirra hinn 22. júní. 9.6.2020 19:20