Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2020 19:20 Heilbrigðisráðherra segir bæði formlegar og óformlegar viðræður eiga sér stað til lausnar á kjaradeilu ríkisins og hjúkrunarfræðinga og hún voni að deilan leysist áður en til aðgerða þeirra komi eftir um hálfan mánuð. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherrsa kynntu aðgerðir í dag til að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Svandís segir að unnið hafi verið að því frá því í fyrra haust að móta aðgerðir til að fjölga nemendum í læknisfræði, hjúkrunarfræði og sjúkraliðanámi. Þá verður boðið upp á nám í sjúkraþjálfun á háskólastigi við Háskólann á Akureyri. „Við erum að tala um að ráðist verði í að undirbúa fagnám á háskólastigi fyrir tuttugu sjúkraliða á ári við Háskólann á Akureyri. Það nám hefjist haustið 2021. En strax nú í haust hefjist undirbúningur í þeim efnum,“ segir Svandís. Þá verði skref stigið til að fjölga hjúkrunarfræðingum meðal annars með því að bjóða upp á BS nám í hjúkrunarfræði fyrir þá sem hafi lokið öðru háskólaprófi og hafi verið í þróun í töluverðan tíma, auk fjölgunar í inntöku í almennt hjúkrunarnám. Heilbrigðis- og menntamálaráðherra kynntu aðgerðir í morgun til að fjölga nemendum í hjúkrunarfræði og til að koma á sjúkraliðanámi á háskólastigi frá og með haustinu 2021.Stöð 2/Baldur „En við erum hér að tala um að bæta við tuttugu nemendum í haust í þessu námi við Háskóla Íslands og tuttugu nemendur í grunnnámi við Háskólann á Akureyri til BS prófs í hjúkrunarfræði. Þannig að við erum að tala um fjörtíu til viðbótar þarna,“ sagði Svandís. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir þetta mikilvægt skref í að bæta menntakerfið og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi fjölgun kennara. Þegar ríkisstjórnin tók við hafi tíu ára spá gert ráð fyrir að þörf yrði á fleiri kennurum. „Við réðumst þar í markvissar aðgerðir og höfum algerlega náð að snúa við þróuninni. Til að mynda er 120 prósent aukning í leikskólakennarann á framhaldsskólastigi sem eru algerlega frábærar fréttir. Við erum að fjárfesta markvisst í mentun til að styrkja samfélagið okkar,“ segir Lilja. Hjúkrunarfræðingar hafa boðað til verkfallsaðgerða frá og með 22. júní en ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilu þeirra á fimmtudag. Svandís segir heilbrigðismál alltaf á dagskrá. „Þannig að þessi tillaga sprettur ekki bara upp úr því umhverfi sem við erum í núna varðandi kjaraviðræður við hjúkrunarfræðinga. Og heldur ekki þeirri staðreynd að við erum búin að vera að glíma við covid19 í vetur, heldur vegna þess að við erum búinn að undirbúa okkur undir þetta með löngum aðdraganda,“ segir Svandís. Hún vilji leggja allt að mörkum til að samningar náist sem fyrst við hjúkrunarfræðinga. „En Það eru samtöl í gangi, bæði formlega og óformleg og ég auðvitað vonast til að við náum að leysa þetta í tæka tíð.“ Þannig að það verði ekki að aðgerðum? „Já, þannig að það verði ekki að aðgerðum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri verða teknir í nám í hjúkrun og boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi Gripið verður til ráðstafana til að fjölga nemum í hjúkrunarfræði um árlega um tuttugu í Haskóla Íslands og annað eins við Háskólann á Akureyri. Auk þess verður boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi haustið 2021 fyrir norðan. 9. júní 2020 14:16 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir bæði formlegar og óformlegar viðræður eiga sér stað til lausnar á kjaradeilu ríkisins og hjúkrunarfræðinga og hún voni að deilan leysist áður en til aðgerða þeirra komi eftir um hálfan mánuð. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherrsa kynntu aðgerðir í dag til að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Svandís segir að unnið hafi verið að því frá því í fyrra haust að móta aðgerðir til að fjölga nemendum í læknisfræði, hjúkrunarfræði og sjúkraliðanámi. Þá verður boðið upp á nám í sjúkraþjálfun á háskólastigi við Háskólann á Akureyri. „Við erum að tala um að ráðist verði í að undirbúa fagnám á háskólastigi fyrir tuttugu sjúkraliða á ári við Háskólann á Akureyri. Það nám hefjist haustið 2021. En strax nú í haust hefjist undirbúningur í þeim efnum,“ segir Svandís. Þá verði skref stigið til að fjölga hjúkrunarfræðingum meðal annars með því að bjóða upp á BS nám í hjúkrunarfræði fyrir þá sem hafi lokið öðru háskólaprófi og hafi verið í þróun í töluverðan tíma, auk fjölgunar í inntöku í almennt hjúkrunarnám. Heilbrigðis- og menntamálaráðherra kynntu aðgerðir í morgun til að fjölga nemendum í hjúkrunarfræði og til að koma á sjúkraliðanámi á háskólastigi frá og með haustinu 2021.Stöð 2/Baldur „En við erum hér að tala um að bæta við tuttugu nemendum í haust í þessu námi við Háskóla Íslands og tuttugu nemendur í grunnnámi við Háskólann á Akureyri til BS prófs í hjúkrunarfræði. Þannig að við erum að tala um fjörtíu til viðbótar þarna,“ sagði Svandís. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir þetta mikilvægt skref í að bæta menntakerfið og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi fjölgun kennara. Þegar ríkisstjórnin tók við hafi tíu ára spá gert ráð fyrir að þörf yrði á fleiri kennurum. „Við réðumst þar í markvissar aðgerðir og höfum algerlega náð að snúa við þróuninni. Til að mynda er 120 prósent aukning í leikskólakennarann á framhaldsskólastigi sem eru algerlega frábærar fréttir. Við erum að fjárfesta markvisst í mentun til að styrkja samfélagið okkar,“ segir Lilja. Hjúkrunarfræðingar hafa boðað til verkfallsaðgerða frá og með 22. júní en ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilu þeirra á fimmtudag. Svandís segir heilbrigðismál alltaf á dagskrá. „Þannig að þessi tillaga sprettur ekki bara upp úr því umhverfi sem við erum í núna varðandi kjaraviðræður við hjúkrunarfræðinga. Og heldur ekki þeirri staðreynd að við erum búin að vera að glíma við covid19 í vetur, heldur vegna þess að við erum búinn að undirbúa okkur undir þetta með löngum aðdraganda,“ segir Svandís. Hún vilji leggja allt að mörkum til að samningar náist sem fyrst við hjúkrunarfræðinga. „En Það eru samtöl í gangi, bæði formlega og óformleg og ég auðvitað vonast til að við náum að leysa þetta í tæka tíð.“ Þannig að það verði ekki að aðgerðum? „Já, þannig að það verði ekki að aðgerðum,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri verða teknir í nám í hjúkrun og boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi Gripið verður til ráðstafana til að fjölga nemum í hjúkrunarfræði um árlega um tuttugu í Haskóla Íslands og annað eins við Háskólann á Akureyri. Auk þess verður boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi haustið 2021 fyrir norðan. 9. júní 2020 14:16 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Fleiri verða teknir í nám í hjúkrun og boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi Gripið verður til ráðstafana til að fjölga nemum í hjúkrunarfræði um árlega um tuttugu í Haskóla Íslands og annað eins við Háskólann á Akureyri. Auk þess verður boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi haustið 2021 fyrir norðan. 9. júní 2020 14:16