Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2020 19:21 Sóttvarnayfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð. Til greina kemur að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum. Þá getur brotthvarf Íslenskrar erfðagreiningar orðið til þess að takmarka verði komu farþega til landsins. Grafík/HÞ Um nítjánhundruð manns komu til landsins um Keflavíkurflugvöll í gær og voru tekin sýni úr um þrettánhundruð þeirra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að einn hafi greindst með virkt smit en tveir bíði niðurstaðna mótefnamælingar. Frá 15 júní hafi um 32 þúsund farþegar komið til landsins og sýni tekin úr um 24 þúsund þeirra. Tíu hafi greinst með virkt smit og 40 með eldra smit sem menn hafa ekki áhyggjur af. Þá hafi enginn smitast hér innanlands undanfarna fimm daga. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller mæta til fréttamannafundar í dag.Stöð 2/Baldur „Þannig að ég held að það sé hægt að fullyrða að það sé lítið smit til staðar í íslensku samfélagi. Smithættan hér innanlands tengist aðallega smiti frá fólki sem er að koma hingað til lands. Einkum þeim sem hafa mikið tengslanet hér innanlands,“ segir Þórólfur. Hann þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir ómetanlegt framlag við sýnatökur, mótefnamælingar og rannsóknir en fyrirtækið hafi óvænt sagt sig frá verkefninu frá og með næsta mánudegi. Engu að síður sé þörf á að halda sýnatöku áfram út júlí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að nú þegar séu takmarkanir á þeim fjölda sem getur komið hingað til lands á degi hverjum að ósk sóttvarnalæknis. „Það verður bara að endurskoða það í ljósi þess hver afkastagetan verður þegar fram í sækir.“ Þannig að það getur jafnvel gerst í lok þessa mánaðar eða byrjun ágúst að flugfélögin fái ekki að flytja þann fjölda til landsins sem þau vilja? „Það er takmörkun á vellinum í dag við 1.950 farþega á sólarhring. Það gæti verið framlengt en það gæti líka breyst,“ segir Víðir. „Síðan þegar þetta verkefni verður gert upp í lok júlí verður eins og við komum inn á áðan hægt að meta það hvort það sé hægt að sleppa farþegum frá ákveðnum svæðum eða löndum að koma inn. Það virkar þá sem aukning á farþega hingað til lands,“ bætti Þórólfur við. En ef smit fari aftur að gera vart við sig gæti þurft að stíga skref til baka. Alma Möller landlæknir segir löngu búið að ákveða styrkja sýkla og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum. En það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þannig að þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna að það er ekki von á því fyrr en í október,“ segir Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. 7. júlí 2020 14:52 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sóttvarnayfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð. Til greina kemur að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum. Þá getur brotthvarf Íslenskrar erfðagreiningar orðið til þess að takmarka verði komu farþega til landsins. Grafík/HÞ Um nítjánhundruð manns komu til landsins um Keflavíkurflugvöll í gær og voru tekin sýni úr um þrettánhundruð þeirra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að einn hafi greindst með virkt smit en tveir bíði niðurstaðna mótefnamælingar. Frá 15 júní hafi um 32 þúsund farþegar komið til landsins og sýni tekin úr um 24 þúsund þeirra. Tíu hafi greinst með virkt smit og 40 með eldra smit sem menn hafa ekki áhyggjur af. Þá hafi enginn smitast hér innanlands undanfarna fimm daga. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller mæta til fréttamannafundar í dag.Stöð 2/Baldur „Þannig að ég held að það sé hægt að fullyrða að það sé lítið smit til staðar í íslensku samfélagi. Smithættan hér innanlands tengist aðallega smiti frá fólki sem er að koma hingað til lands. Einkum þeim sem hafa mikið tengslanet hér innanlands,“ segir Þórólfur. Hann þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir ómetanlegt framlag við sýnatökur, mótefnamælingar og rannsóknir en fyrirtækið hafi óvænt sagt sig frá verkefninu frá og með næsta mánudegi. Engu að síður sé þörf á að halda sýnatöku áfram út júlí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að nú þegar séu takmarkanir á þeim fjölda sem getur komið hingað til lands á degi hverjum að ósk sóttvarnalæknis. „Það verður bara að endurskoða það í ljósi þess hver afkastagetan verður þegar fram í sækir.“ Þannig að það getur jafnvel gerst í lok þessa mánaðar eða byrjun ágúst að flugfélögin fái ekki að flytja þann fjölda til landsins sem þau vilja? „Það er takmörkun á vellinum í dag við 1.950 farþega á sólarhring. Það gæti verið framlengt en það gæti líka breyst,“ segir Víðir. „Síðan þegar þetta verkefni verður gert upp í lok júlí verður eins og við komum inn á áðan hægt að meta það hvort það sé hægt að sleppa farþegum frá ákveðnum svæðum eða löndum að koma inn. Það virkar þá sem aukning á farþega hingað til lands,“ bætti Þórólfur við. En ef smit fari aftur að gera vart við sig gæti þurft að stíga skref til baka. Alma Möller landlæknir segir löngu búið að ákveða styrkja sýkla og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum. En það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þannig að þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna að það er ekki von á því fyrr en í október,“ segir Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. 7. júlí 2020 14:52 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11
Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12
Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. 7. júlí 2020 14:52