Guðmundur Franklín sækir fylgi til Miðflokksins, eldra fólks og karla Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2020 18:37 Guðni Th. Jóhannesson ynni öruggan sigur ef kosið yrði um forseta Íslands í dag samkvæmt könnun Maskínu fyrir Stöð 2. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks og kjósenda flokka til hægri. Guðmundur Franklín Jónsson fengi 7,6 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu fyrir Stöð 2.Stöð 2/Arnar Hall Könnunin var gerð dagana 3. til 10. júní með slembiúrtaki fólks af öllu landinu sem náð hefur átján ára aldri. Guðni Th. Jóhannesson nýtur mesta fylgis á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem rétt tæplega 99 prósent kjósenda ætla að veita honum atkvæði sitt.Vísir/Vilhelm Vísir/Grafík Guðni fengi 92,4 prósent atkvæða samkvæmt könnun Maskínu og Stöðvar tvö og Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Karlar eru mun líklegri til að kjósa hann en konur eða 12,5 prósent karla en einungis 2,6 prósent kvenna myndu kjósa Guðmund Franklín. Vísir/Grafík Guðni nýtur mesta fylgis yngstu kjósendanna eða 98,4 prósenta í þeirra hópi. Forsetinn er með yfir nítíu prósenta fylgi í öllum aldurshópum nema hjá sextíu ára og eldri þar sem 16,1 prósent segjast ætla að kjósa Guðmund Franklín en 83,9 prósent Guðna. Vísir/Grafík Forsetinn nýtur mesta fylgis á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem nærri 99 prósent hyggjast kjósa Guðna. Sterkasti landsfjórðungur Guðmundar Franklín er Norðurland þar sem 13,3 prósent segjast styðja hann. Eins og í nýlegri könnun Gallup sækir Guðmundur Franklín fylgi sitt helst til þeirra sem myndu kjósa Miðflokkinn í alþingsikosningum. Þar hefur fylgi hans þó dalað töluvert frá könnun Gallup og mælist nú 39,6 prósent en 60,4 prósent Miðflokkskjósenda myndu kjósa Guðna. Þá nýtur Guðmundur Franklín einnig tveggja stafa stuðnings frá kjósendum Flokks fólksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Fylgið er aftur á móti í eins stafs tölum meðal kjósenda annarra flokka. Vísir/Grafík Samkvæmt þessu er Guðni nú að mælast með svipað fylgi og þegar boðið var fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur eftir að hún hafði setið í tvö kjörtímabil árið 1988. Fylgið er öllu meira en Ólafur Ragnar Grímsson fékk þegar fyrst var skorað á hann í forsetastóli árið 2004 en þá fékk hann 85,6 prósent atkvæða. Úrslit allra forsetakosninga á Íslandi frá 1952 til 2016.Vísir/Grafík Aldrei áður hefur verið skorað á forseta í kosningum eftir aðeins eitt kjörtímabil. Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson mætast í fyrsta sinn í sjónvarpi í þættinum Baráttan um Bessastaði sem hefst á Stöð 2 klukkan 18:55. Þátturinn er í beinni útsendingu og opinni dagskrá. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Baráttan um Bessastaði: Guðni Th. og Guðmundur Franklín mætast í beinni útsendingu í kvöld Þetta verða fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðendanna tveggja fyrir forsetakosningarnar sem fram fara laugardaginn 27. júní. 11. júní 2020 15:00 Guðni með yfirburðarfylgi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands nýtur 90,4 prósenta fylgis ef marka má nýjasta þjóðarpúls Gallup. Mótframbjóðandi hans, Guðmundur Franklin Jónsson er með öllu minna fylgi eða 9,6 prósent. 3. júní 2020 18:17 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson ynni öruggan sigur ef kosið yrði um forseta Íslands í dag samkvæmt könnun Maskínu fyrir Stöð 2. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks og kjósenda flokka til hægri. Guðmundur Franklín Jónsson fengi 7,6 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu fyrir Stöð 2.Stöð 2/Arnar Hall Könnunin var gerð dagana 3. til 10. júní með slembiúrtaki fólks af öllu landinu sem náð hefur átján ára aldri. Guðni Th. Jóhannesson nýtur mesta fylgis á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem rétt tæplega 99 prósent kjósenda ætla að veita honum atkvæði sitt.Vísir/Vilhelm Vísir/Grafík Guðni fengi 92,4 prósent atkvæða samkvæmt könnun Maskínu og Stöðvar tvö og Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Karlar eru mun líklegri til að kjósa hann en konur eða 12,5 prósent karla en einungis 2,6 prósent kvenna myndu kjósa Guðmund Franklín. Vísir/Grafík Guðni nýtur mesta fylgis yngstu kjósendanna eða 98,4 prósenta í þeirra hópi. Forsetinn er með yfir nítíu prósenta fylgi í öllum aldurshópum nema hjá sextíu ára og eldri þar sem 16,1 prósent segjast ætla að kjósa Guðmund Franklín en 83,9 prósent Guðna. Vísir/Grafík Forsetinn nýtur mesta fylgis á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem nærri 99 prósent hyggjast kjósa Guðna. Sterkasti landsfjórðungur Guðmundar Franklín er Norðurland þar sem 13,3 prósent segjast styðja hann. Eins og í nýlegri könnun Gallup sækir Guðmundur Franklín fylgi sitt helst til þeirra sem myndu kjósa Miðflokkinn í alþingsikosningum. Þar hefur fylgi hans þó dalað töluvert frá könnun Gallup og mælist nú 39,6 prósent en 60,4 prósent Miðflokkskjósenda myndu kjósa Guðna. Þá nýtur Guðmundur Franklín einnig tveggja stafa stuðnings frá kjósendum Flokks fólksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Fylgið er aftur á móti í eins stafs tölum meðal kjósenda annarra flokka. Vísir/Grafík Samkvæmt þessu er Guðni nú að mælast með svipað fylgi og þegar boðið var fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur eftir að hún hafði setið í tvö kjörtímabil árið 1988. Fylgið er öllu meira en Ólafur Ragnar Grímsson fékk þegar fyrst var skorað á hann í forsetastóli árið 2004 en þá fékk hann 85,6 prósent atkvæða. Úrslit allra forsetakosninga á Íslandi frá 1952 til 2016.Vísir/Grafík Aldrei áður hefur verið skorað á forseta í kosningum eftir aðeins eitt kjörtímabil. Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson mætast í fyrsta sinn í sjónvarpi í þættinum Baráttan um Bessastaði sem hefst á Stöð 2 klukkan 18:55. Þátturinn er í beinni útsendingu og opinni dagskrá.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Baráttan um Bessastaði: Guðni Th. og Guðmundur Franklín mætast í beinni útsendingu í kvöld Þetta verða fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðendanna tveggja fyrir forsetakosningarnar sem fram fara laugardaginn 27. júní. 11. júní 2020 15:00 Guðni með yfirburðarfylgi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands nýtur 90,4 prósenta fylgis ef marka má nýjasta þjóðarpúls Gallup. Mótframbjóðandi hans, Guðmundur Franklin Jónsson er með öllu minna fylgi eða 9,6 prósent. 3. júní 2020 18:17 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Baráttan um Bessastaði: Guðni Th. og Guðmundur Franklín mætast í beinni útsendingu í kvöld Þetta verða fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðendanna tveggja fyrir forsetakosningarnar sem fram fara laugardaginn 27. júní. 11. júní 2020 15:00
Guðni með yfirburðarfylgi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands nýtur 90,4 prósenta fylgis ef marka má nýjasta þjóðarpúls Gallup. Mótframbjóðandi hans, Guðmundur Franklin Jónsson er með öllu minna fylgi eða 9,6 prósent. 3. júní 2020 18:17
Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23
Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36