Tugir særðir í hefndaraðgerðum Rússa Rússar gerðu loftárásir á Úkraínu í nótt og nokkrir tugir eru særðir. Árásirnar eru hefndaraðgerðir Rússa eftir að tuttugu og fjórir féllu í umfangsmikilli árás Úkraínu á rússnesku borgina Belgorod í gær. Hún er að sögn rússneskra stjórnvalda sú versta á Rússland frá upphafi stríðsins. 31.12.2023 12:12
Hádegisfréttir Stöðvar 2 Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti víða á höfuðborgarsvæðinu í ár. Þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir svekkjandi að geta ekki kvatt gamla árið með brennu. Við ræðum við íbúa Kópavogs og Hafnarfjarðar í hádegisfréttum á Stöð 2. 31.12.2023 11:36
Margir eiga í miklum erfiðleikum með að halda jól Tæpur þriðjungur landsmanna segir krefjandi fyrir sig fjárhagslega að halda jól og tæp tíu prósent eiga í miklum erfiðleikum með hátíðarhöldin. Sjötíu prósent segja jólahaldið þó engin áhrif hafa á skuldastöðu sína. 31.12.2023 10:11
Flugeldarnir kosta það sama og í fyrra Flugeldasala hefst hjá björgunarsveitum landsins í dag. Verð á flugeldum er það sama og í fyrra vegna hagstæðs gengis þegar flugeldarnir voru keyptir frá Kína. 28.12.2023 12:32
Njósnaloftbelgir, stríð og kafbátaleit Meintur kínverskur njósnaloftbelgur, rándýr leit að kafbáti sem var á leið niður að skipinu Titanic og íburðarmikil athöfn við krýningu Bretlandskonungs. 27.12.2023 07:00
„Handtekinn á aðfangadagskvöld fyrir það eitt að vera svartur“ Þeldökkur karlmaður, sem var á leið heim úr vinnu á aðfangadag, var handtekinn og fluttur á lögreglustöð til yfirheyrslu fyrir að vera ekki með persónuskilríki meðferðis. Stjúpmóðir hans segir þeldökka syni sína margoft hafa lent í aðför lögreglu en nú sé nóg komið. 26.12.2023 23:16
Tvíeyki tók gaskúta Grindvíkinga ófrjálsri hendi Gaskútur og grillábreiða voru horfin þegar Aron Ágústsson íbúi í Grindavík og fjölskylda hans sneri aftur heim til Grindavíkur í dag. Hann segir furðulegt að óprúttnir aðilar komist inn í bæinn og að munir hverfi þrátt fyrir fullyrðingar lögreglustjóra um að ekkert sé að óttast. 26.12.2023 22:31
Hútar lýsa yfir ábyrgð á eldflaugaárás í Rauðahafi Vígasamtök Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á eldflaugaárás sem gerð var á flutningaskip í Rauðahafi fyrr í dag. Þá lýstu samtökin yfir ábyrgð á tilraun til drónaárásar á Ísrael. 26.12.2023 22:07
Æskuheimili Beyoncé brann á jólanótt Æskuheimili tónlistarkonunnar Beyoncé í Houston í Bandaríkjunum brann á jólanótt. Fjölskyldan sem býr í húsinu slapp til allrar hamingju óhullt. 26.12.2023 20:42
Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. 26.12.2023 20:23