Spænskir líffræðingar komu lunda í Reynisfjöru til bjargar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2024 15:09 Heiðrún segir lundann augljóslega hafa verið vængbrotinn. Heiðrún Hauksdóttir Tveir spænskir líffræðingar, sem vinna á veitingastaðnum Svarta fjaran í Reynisfjöru, komu lunda, sem fannst slasaður í fjörunni, til bjargar í morgun. Nokkuð óvenjulegt telst að lundi sé kominn til landsins í byrjun marsmánaðar. Heiðrún Hauksdóttir, leiðsögumaður hjá Tröll. Heiðrún Hauksdóttir Leiðsögumaðurinn Heiðrún Hauksdóttir var í Reynisfjöru snemma í morgun þegar hún gekk fram á lunda, sem lá í Reynisfjöru augljóslega meiddur. „Hann hefur augljóslega hrakist til landsins greyið. Hann var ekki sprækur,“ segir Heiðrún í samtali við fréttastofu. Hún geti ekki getið sér til um hvers vegna þessi eini lundi er kominn til landsins: Hvort hlýindin að undanförnu hafi ruglað hann í rýminu eða hann hafi orðið eftir á landinu í haust og lifað veturinn af í kuldanum. Hér má sjá hve vel lundinn féll í umhverfi sitt í fjörunni.Heiðrún Hauksdóttir „Hann hafði hjúfrað sig niður í sandinn. Ég vildi ekki að einhver traðkaði yfir hann, hann var greinilega vængbrotinn. Það er spurning hvort fálki hafi slegið hann. Ég vildi ekki skilja hann alveg eftir í reiðuleysi,“ segir Heiðrún. Búið er að búa um lundann í pappakassa.Aðsend „Það vill svo vel til að það er spænskt par að vinna á veitingastaðnum þarna, Svörtu fjörunni, og þau eru bæði líffræðingar. Hún, sem heitir Áróra, er fuglafræðingur og er vön að merkja fugla heima á Spáni. Þau komu og hún vissi alveg hvernig hlúa ætti að honum. Ekki vildi maður að líf hans endaði þannig að einhver sparkaði í hann eða traðkaði á honum,“ segir Heiðrún. Nokkuð óvenjulegt má teljast að lundi finnist við landið á þessum árstíma en dvalartími hans hér við Íslandsstrendur er frá apríl fram í september. Fuglinn er því nokkrum vikum of snemma á ferðinni. „Þeir eiga ekki að vera komnir núna en það er erfitt að vita hvort hann villtist núna eða hefur verið að hrekjast hérna í vetur.“ Spænsku sjávarlíffræðingur sem vinnur á veitingastað í Reynisfjöru sótti lundann.Aðsend Dýr Mýrdalshreppur Fuglar Reynisfjara Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Heiðrún Hauksdóttir, leiðsögumaður hjá Tröll. Heiðrún Hauksdóttir Leiðsögumaðurinn Heiðrún Hauksdóttir var í Reynisfjöru snemma í morgun þegar hún gekk fram á lunda, sem lá í Reynisfjöru augljóslega meiddur. „Hann hefur augljóslega hrakist til landsins greyið. Hann var ekki sprækur,“ segir Heiðrún í samtali við fréttastofu. Hún geti ekki getið sér til um hvers vegna þessi eini lundi er kominn til landsins: Hvort hlýindin að undanförnu hafi ruglað hann í rýminu eða hann hafi orðið eftir á landinu í haust og lifað veturinn af í kuldanum. Hér má sjá hve vel lundinn féll í umhverfi sitt í fjörunni.Heiðrún Hauksdóttir „Hann hafði hjúfrað sig niður í sandinn. Ég vildi ekki að einhver traðkaði yfir hann, hann var greinilega vængbrotinn. Það er spurning hvort fálki hafi slegið hann. Ég vildi ekki skilja hann alveg eftir í reiðuleysi,“ segir Heiðrún. Búið er að búa um lundann í pappakassa.Aðsend „Það vill svo vel til að það er spænskt par að vinna á veitingastaðnum þarna, Svörtu fjörunni, og þau eru bæði líffræðingar. Hún, sem heitir Áróra, er fuglafræðingur og er vön að merkja fugla heima á Spáni. Þau komu og hún vissi alveg hvernig hlúa ætti að honum. Ekki vildi maður að líf hans endaði þannig að einhver sparkaði í hann eða traðkaði á honum,“ segir Heiðrún. Nokkuð óvenjulegt má teljast að lundi finnist við landið á þessum árstíma en dvalartími hans hér við Íslandsstrendur er frá apríl fram í september. Fuglinn er því nokkrum vikum of snemma á ferðinni. „Þeir eiga ekki að vera komnir núna en það er erfitt að vita hvort hann villtist núna eða hefur verið að hrekjast hérna í vetur.“ Spænsku sjávarlíffræðingur sem vinnur á veitingastað í Reynisfjöru sótti lundann.Aðsend
Dýr Mýrdalshreppur Fuglar Reynisfjara Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira